fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Eyjan

Katrín bregst við ummælum Bjarkar – „Já, það er leitt“

Eyjan
Föstudaginn 19. ágúst 2022 13:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir var ómyrk í máli í viðtali við The Guardian þegar hún sagðist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra. En Katrín hafi gert samkomulag við Björk og loftlagsaktívistann Gretu Thunberg um að lýsa yfir neyðarástandi í lofslagsmálum.

Sjá einnig: Björk segist hafa orðið brjáluð út í Katrínu í viðtali við Guardian – „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“

Fréttamenn Vísis báru ummæli Bjarkar undir Katrínu að loknum ríkisstjórnarfundi í dag þar sem Katrín sagði að sér þætti leitt að Björk hafi orðið fyrir vonbrigðum.

„Já, það er leitt en ég held að þegar til lengri tíma er horft skipti mestu máli að við, Ísland, náum árangri í raunverulegum aðgerðum í að draga úr losun gróðurhúsategunda og ná kolefnishlutleysi.“

Málið hafi verið rætt á fundi ríkisstjórnar og hafi verið tekin ákvörðun um að taka aðra nálgun á málið.

„Við vildum leggja áherslu á aðgerðir sem skila árangri,“ sagði Katrín. Ljóst væri að loftslagsmál væru að valda vanda víða í heimi og væri kominn tími á aðgerðir frekar en orð.

Björk sagði einnig í áðurnefndu viðtali að Katrín hafi ekkert gert fyrir umhverfið síðan hún tók við embætti. Katrín segir það rangt. Ísland sé framarlega á sviði loftslagsmála og hafi ríkisstjórnin lagt áherslu á markvissar aðgerðir til að ná þeim árangri.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur