fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
Eyjan

Gunnar og Bjarni takast á – „Vandinn við sósíalista er hins vegar sá að á endanum klára þeir annarra manna fé“ 

Eyjan
Þriðjudaginn 16. ágúst 2022 16:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, telur óeðlilegt að nýstofnaðir stjórnmálaflokkar liggi á tugmilljóna sjóðum sem til eru komnir vegna framlaga úr ríkissjóði. Þetta kom fram í svari hans til Vísis í dag.

Bjarni telur að nokkuð langt hafi verið gengið í beinum fjárhagslegum stuðningi við stjórnmálaflokka og að sama bragði hafi heimildir flokkanna til að fjármagna sig sjálfa verið takmarkaðar um of. Sérstaklega nefndi hann að það vekti athygli hversu ríflegan stuðning flokkar, sem ekki hefðu fengið mann kjörinn á þing, væru að fá. Sagði Bjarni jafnframt að hann teldi rétt að draga úr beinum opinberum styrkjum til flokkanna.

Af þeim flokkum sem buðu fram í Alþingiskosningunum síðustu var það aðeins Sósíalistaflokkurinn sem náði ekki manni inn á þing, en náði engu að síður því 2,5 prósenta viðmiði sem aflar flokkum opinberum framlögum.

Algjör firra

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, skrifaði grein sem hann birti á Vísi í dag í tilefni af ummælum Bjarna. Þar bendir Gunnar Smári á að í fjölda annara landa fái stjórnmálahreyfingar opinbert fjármagn eftir atkvæðum en ekki þingmönnum.

„Hugrenningar Bjarna um að útiloka smærri flokka frá styrkjum sem stærri flokkar fá, er því algjörlega á skjöni við það sem tíðkast í okkar heimshluta.“ 

Gunnar Smári segir að Bjarni hafi viðrað skoðun á svipuðum nótum í Dagmálsþætti Morgunblaðsins á dögunum en þar hafi hann sagt að litlir flokkar á Íslandi ættu of auðvelt með að ná inn þingmönnum.

„Það er algjör firra. Hið þveröfuga er rétt,“ skrifar Gunnar Smári og segir að í Sósíalistaflokkurinn hefði fengið inn þingmenn í velflestum ríkjum Evrópu miðað við þau atkvæði sem flokkurinn hlaut. Kosningakerfið á Íslandi hafi þó gert það að verkum að sú varð ekki raunin.

„Bjarni er því ekki að leita að betri virkni lýðræðis í takt við hefðir þeirra ríkja þar sem lýðræðið virkar best, heldur er hann að leita leiða til að ýkja völd Sjálfstæðisflokksins umfram fylgi flokksins meðal þjóðarinnar og draga úr áhrifum kjósenda annara flokka.“ 

„Segja má að hann hafi étið upp allt það eigið fé sem lá inn í Valhöll“

Gunnar Smári bendir á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi snemma á öldinni staðið fyrir stórauknum styrkjum til stjórnmálaflokka en á þeim tíma hafi flokkurinn notið mikils fylgis og fengið langmest af þeim styrkjum.

„Eftir Hrun minnkuðu styrkir til flokksins í takt við minna fylgi undir formennsku Bjarna. Þetta lék fjárhag flokksins illa. Segja má að hann hafi étið upp allt það eigið fé sem lá inn í Valhöll, höfuðstöðvum flokksins sem verktakafyrirtæki reistu til að launa greiðasemi flokksins við stór verktakafyrirtæki og önnur stórfyrirtæki. Nú  hefur flokkurinn hins vegar fengið leyfi til að byggja íbúðir á lóðinni við Valhöll og mun líklega fá 1,5 milljarð króna að launum í það minnsta. Bjarni og flokkurinn eru því ekki jafn háðir bótagreiðslum frá ríkinu og áður. Bjarni treystir sér því nú til að hefja umræðu um breytt kerfi.“ 

Bjarni hafi ekki kvartað þegar Íslandshreyfingin, Flokkur heimilanna, Dögun og Flokkur fólksins fengu styrki án þess að vera á þingi. „Hann kvartar hins vegar þegar Sósíalistaflokkurinn fær styrk, enda er það flokkur sem auðvaldinu, sem Bjarni þjónar og tilheyrir, stendur ógn af.“

Gunnar segir að sósíalistar hafi lýst andstöðu við háa styrki til stjórnmálahreyfinga þar sem þær leiði til klíkuvæðingar þar sem forysta er ekki háð grasrótinni um fjárstuðning. Sósíalistar hafi nýtt þennan stuðning til að styrja hagsmuna- og réttlætisbaráttu hópa sem ekki hafi fjárhagslegt bolmagn til að halda úti öflugri hagsmunabaráttu, svo sem Samtök leigjenda.

„Á endanum klára þeir annarra manna fé“

Bjarni gefur þó litið fyrir þessar pillur frá Gunnar og hefur svarað í Facebook færslu. Þar ritar hann:

„Það er rangt hjá Gunnari Smára Egilssyni að ég vilji Sósíalistaflokkinn feigan. Það er hins vegar ekki nýtt að Gunnar Smári geri mér upp skoðanir. 

Það er herbragð hans og reyndar sósíalista víða um lönd og iðulega gert til að draga athygli frá aðalatriði máls. Í þessu tilviki vill Gunnar Smári ekki ræða spurninguna sem ég velti upp, en hún er þessi: Er eðlilegt að stjórnmálaflokkur sem nær engum þingmanni inn á Alþingi í kosningum fái um 120 milljónir í stuðning frá skattgreiðendum? 

Mér þykir það einfaldlega of há fjárhæð og vil auka frelsi flokkanna til að bjarga sér sjálfum, en draga úr opinberum stuðningi við þá alla. 

Vandinn við sósíalista er hins vegar sá að á endanum klára þeir annarra manna fé.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Góðavondafólkið

Steinunn Ólína skrifar: Góðavondafólkið
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótaávarp

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótaávarp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 1 viku

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Boða til blaðamannafundar á morgun

Boða til blaðamannafundar á morgun