fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Eyjan

Segir Sólveigu hafa stutt Drífu en leiðir hafi skilið með svikabrigslum

Eyjan
Laugardaginn 13. ágúst 2022 14:02

Drífa Snædal Myndi: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, segir að Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hafi stutt Drífu Snædal til valda í ASÍ en síðan hafi leiðir skilið. Þetta kemur fram í aðsendri grein Björns í Morgunblaðinu í dag þar segir:

„Frá ár­inu 2012 var Drífa fram­kvæmda­stjóri Starfs­greina­sam­bands Íslands (SGS). Efl­ing er stærsta fé­lagið inn­an SGS. Sól­veig Anna hlýt­ur því að hafa stutt Drífu til for­seta­embætt­is­ins. Skildi leiðir síðan með svika­brigsl­um. Ástandið versnaði stig af stigi.“

Björn rifjar upp orð Drífu í tilkynningu hennar er hún sagði sig frá embætti forseta ASÍ í vikunni:

„Átök inn­an ASÍ hafa … verið óbæri­leg og dregið úr vinn­ugleði og bar­áttu­anda. Þegar við bæt­ast ákv­arðanir og áhersl­ur ein­stakra stétt­ar­fé­laga, sem fara þvert gegn minni sann­fær­ingu, er ljóst að mér er ekki til set­unn­ar boðið. Ég treysti mér ekki til að vinna með fólki sem ég á ekki sam­leið með í bar­átt­unni.“

Björn fer yfir átök Drífu við þrjá forystumenn verkalýðsfélaga, en það eru Sólveig Anna hjá Eflingu, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness. Allir hafa þessir aðilar farið hörðum orðum um Drífu. Björn segir:

„Þegar for­ystu­menn þriggja verka­lýðsfé­laga hafa flæmt for­seta ASÍ á brott, verða fylk­ing­arn­ar inn­an sam­bands­ins að þétta raðirn­ar vegna ASÍ-þings í októ­ber. Þær verða einnig að ákveða hvernig staðið verði að kom­andi kjaraviðræðum. Við gerð kjara­samn­inga skipt­ir svo­nefnt sam­flot aðild­ar­fé­laga ASÍ sköp­um þegar samið er í upp­hafi við Sam­tök at­vinnu­lífs­ins (SA). Sjálfri sér sam­kvæm sætti Sól­veig Anna sig ekki við sam­flot við gerð lífs­kjara­samn­ing­anna og háði sitt einka­stríð.“

Björn segir að ábyrgð þríeykisins – Sólveigar, Ragnars og Vilhjálms – sé mikil þegar kemur að vandasömum kjaraviðræðum í haust. Spyr hann hvenær það liggi fyrir hvort stofnað verði til samflots verkalýðsfélaganna í væntanlegum viðræðum þeirra við Samtök atvinnulífsins. ASÍ sé forsetalaust og Björn spyr hver ætli að beita sér fyrir samfloti.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins