Fréttablaðið skýrir frá þessu og hefur eftir honum að það geti alveg verið að hann bjóði sig fram til forseta. „Ég ætla ekki að útiloka það. Maður þarf að sjá þessa tvo mánuði og hvernig málin ganga, heyra í baklandinu og meta það. En ég er ekki búinn að taka neina ákvörðun,“ sagði hann aðspurður um hvort hafi hugsað sér að bjóða sig fram á þingi ASÍ í haust.
Það fór varla fram hjá mörgum að Drífa sagði af sér embætti í gær. Hún sagði að samskipti við ýmsa kjörna fulltrúa innan ASÍ og blokkamyndun innan sambandsins hafi gert henni ókleift að starfa áfram sem forseti. „Átök innan ASÍ hafa hins vegar verið óbærileg eða dregið úr vinnugleði og baráttuanda. Þegar við bætast ákvarðanir og áherslur einstakra stéttarfélaga sem fara þvert gegn minni sannfæringu er ljóst að mér er ekki til setunnar boðið,“ sagði hún í gær þegar hún tilkynnti um afsögn sína.