fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Eyjan

Hekla vakti reiði með tísti um Sólveigu Önnu – „Allir sem eru ósammála ykkur eru auðvitað veikir á geði“

Eyjan
Fimmtudaginn 11. ágúst 2022 17:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jæja-hópurinn á Facebook, sem segist berjast á móti spillingu og hefur gjarnan verið kenndur við hreyfingu sósíalista á Íslandi, gagnrýnir að starfsmaður þingflokks Pírata hafi farið ófögrum orðum um formann Eflingar, Sólveigu Önnu Jónsdóttur, á Twitter í gær.

Tístið sem var tilefni gagnrýninnar er eftirfarandi:

Tístið birtir Hekla í kjölfar umræðunnar sem sprett upp í tengslum við afsögn Drífu Snædal, forseta Alþýðusambands Íslands. Sólveig tjáði sig um afsögnina á Facebook í gær og fór þar hörðum orðum um Drífu og sagði hana meðal annars ekki hafa hagt hag láglaunafólks fyrir brjósti heldur frekar gengið erinda millistéttarinnar á Íslandi.

Jæja hópurinn birti færslu um tístið á Facebook í dag og þar segir að stuðningsmenn Drífu hafi margir gagnrýnt hvað Drífa hafi þurft að sitja undir óvæginni gagnrýni, en líklega hafi fáir þurft að sitja undir jafn óvægnum persónuárásum og Sólveig Anna.

„Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir, starfsmaður þingflokks Pírata, segir á Twitter í gær að Sólveig Anna sé léleg týpa og veik af ofsóknaræði. Stuðningsfólk Drífu Snædal hefur síðan í gær kvartað yfir óvæginni umræðu í garð Drífu. Fáir hafa þó þurft að sætta sig við jafn óvægnar persónuárásir eins og Sólveg Anna sem hefur verið kölluð strengjabrúðu, lygari, klikkuð, vanstillt, galin og vitfirrt svo fátt eitt sé nefnt. Þá hafa andstæðingar Sólveigar ítrekað líkt henni við Donald Trump. Nú getur hún bætt við að hún sé léleg týpa sem haldin sé ofsóknaræði.“

Jæja-hópurinn segir marga úr hópi Pírata og Samfylkingarinnar hafa lýst vonbrigðum sínum með afsögn Drífu og sé ljóst að kjósendur þeirra flokka hafi talið Drífu vera „sína manneskju“ einkum eftir að Drífa tók undir gagnrýni á hópuppsögn á skrifstofu Eflingar í vor.

Með færslunni fylgir upptalning nokkurra þeirra sem hafi merkt læk, eða líkað við, tístið hennar Heklu.

„Fjölmargt fólk lækar færsluna. Þar á meðal Gabríel Benjamín fyrrverandi starfsmaður og fjölmiðlamaður á Stundinni og Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir fyrrverandi starfsmaður Eflingar. Fjölmiðlakonan Þóra Tómasdóttir og skopmyndateiknarinn Henrý Þór. Ingibjörg Stefánsdóttir kennari og Samfylkingarkona. Stefanía Sigurðardóttir framkvæmdastjóri þingflokks Viðreisnar og Karl Pétur Jónsson Viðreisnarmaður og fyrrum kosningastjóri Ólafs Ragnars Grímssonar.“

Umsjónarmaður Jæja er Andri Sigurðsson, vefhönnuður. Hann ritaði einnig athugasemdir undir tíst Heklu þar sem hann segir skrif Heklu verulega ljót. Hann bætir svo við:

„Allir sem eru ósammála ykkur eru auðvitað veikir á geði, klikkaðir, ruglaðir og haldnir ofsóknaræði. Segir sig sjálft auðvitað. Er þetta skoðun sem er útbreidd þarna í þingflokksherbergi Pírata að Sólveig Anna sé léleg týpa? Kæmi svo sem ekki á óvart.“ 

Þessu svarar Hekla: „Líttu aðeins í spegil my guy. Og nei, ég tala ekki fyrir hönd þingflokksherbergis Pírata, ég er einstaklingur.

Nokkur umræða hefur átt sér stað undir tísti Heklu. Þar grípa þó nokkrir til varna fyrir Sólveigu Önnu á meðan aðrir benda á að ofsinn í stuðningsfólki Sólveigar beri með sér keiminn af sérstrúarsöfnuði.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, steig inn í umræðuna rétt áðan til að svara tísti þar sem Sólveig Anna var varin með vísan til þess að henni hafi verið hótað með alvarlegum hætti og „steiktar“ ásakanir lagðar fram gegn henni. Björn Leví segir:

Mér hefur líka verið hótað all illilega. Þýðir það að allt sem ég geri er þá bara sjálfkrafa í lagi annars?

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins