Orðrómar hafa lengi verið uppi um að Trump hyggist bjóða sig fram til forseta 2024. Hann hefur ekki gefið ákveðið svar um þetta en hefur nokkrum sinnum gefið sterklega í skyn að hann muni bjóða sig fram. Hann hefur til dæmis sagt að hann hlakki til eftir tvö ár og í júlí sagði hann að hann eigi aðeins eftir að finna út úr hvenær hann muni hefja kosningabaráttu sína.
Í myndbandinu, sem Trump birti á sínum eigin samfélagsmiðli, Truth Social, segir Trump stuðningsfólki sínu að Bandaríkin hafi verið í frjálsu falli síðan Joe Biden var kjörinn forseti og að landið stefni í ranga átt. „Við erum hnignandi þjóð,“ segir Trump undir dökkum tónum þrumuveðurs og rigningar í upphafi þessa fjögurra mínútna langa myndbands.
Trump Drops MAJOR 2024 hint on Truth Social with new campaign ad HOURS after Deep State declares Political War on him in FBI Raid pic.twitter.com/5OAm3btLTB
— Benny Johnson 🍊 (@bennyjohnson) August 9, 2022
Hann heldur síðan áfram að romsa upp hversu slæm staðan er í mörgum málaflokkum í Bandaríkjunum þessa dagana. „Mesta verðbólgan í rúmlega 40 ár,“ „orkuverð í sögulegu hámarki“, „Bandaríkin betla olíu hjá Venesúela og Rússlandi,“ segir Trump áður en dökkklæddur maður stingur hníf í bakið á viðskiptavini í verslun.
„Við erum þjóð sem á margan hátt er orðin að athlægi,“ segir Trump um leið og myndbandi breytist úr svarthvítri mynd yfir í lit og við tekur falleg tónlist, hlátur og klapp.
„Við munum aldrei gefa neitt eftir, við munum aldrei gefast upp og við munum aldrei, aldrei svíkja ykkur,“ segir hann að lokum þegar myndbandinu er að ljúka en í lokin birtist textinn: „. . . and the best is yet to come“.
Það er erfitt að túlka myndbandið öðruvísi en svo að Trump hyggist bjóða sig fram til forseta á nýjan leik.