fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Eyjan

Bjarni segir að hægt sé að ná kjarasamningum og vill enn selja hlut ríkisins í viðskiptabönkunum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. ágúst 2022 09:00

Bjarni Benediktsson er fjármálaráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að ágætar hagvaxtarhorfur séu hér á landi og kaupmáttur heimilanna sé sterkur. Vel sé hægt að landa kjarasamningum og segist hann sannfærður um að þeir sem beri ábyrgð á samningagerðinni geti náð saman.

Þetta kemur fram í viðtali við Bjarna í Dagmálum Morgunblaðsins.

Bjarni segir meðal annars að landsmenn geti vel við unað við efnahagsástandið eftir heimsfaraldurinn. Þær efnahagsaðgerðir sem gripið hafi verið til hafi skipt sköpum um stöðuna núna. „Það er merkileg staðreynd að kaupmáttur fór vaxandi á Covid-árunum á Íslandi,“ segir Bjarni.

Hvað varðar verðbólgu segir hann hana vera næstlægsta hér á landi af öllum Evrópulöndum, það segir sína sögu að hans mati.

Hvað varðar kaupmátt heimilanna segir hann að hann hafi aukist um 10% á undanförnum árum. „Það eru forsendur til þess að verja þennan kaupmátt ef við látum ekki blekkjast af því að nafnlaunahækkun geti ein og sér fleytt okkur yfir verðbólguna,“ segir hann.

Hvað varðar sölu á hlut ríkisins í bönkunum sagði hann enn þeirrar skoðunar að rétt sé að ríkið minnki eignarhlut sinn í Íslandsbanka. „Ég myndi líka vilja selja um hlut í Landsbankanum þegar fram í sækir og markaðsaðstæður eru réttar þó að ég sé þeirrar skoðunar að ríkið geti vel farið þar með ráðandi hlut,“ segir hann einnig.

Nánar er hægt lesa um og sjá viðtalið á vef Morgunblaðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gefur lítið fyrir orðljóta gagnrýni minnihlutans í tengslum við lækkun launa kjörinna fulltrúa – „Útúrsnúningur og pólitískt leikrit af þeirra hálfu“

Gefur lítið fyrir orðljóta gagnrýni minnihlutans í tengslum við lækkun launa kjörinna fulltrúa – „Útúrsnúningur og pólitískt leikrit af þeirra hálfu“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Innlimun í Evrópusambandið dregur úr öryggi landsmanna

Haraldur Ólafsson skrifar: Innlimun í Evrópusambandið dregur úr öryggi landsmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Við höfum ekki áhuga á útlendingamálum eða að leysa vandamálin á Íslandi“

„Við höfum ekki áhuga á útlendingamálum eða að leysa vandamálin á Íslandi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““