Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar Prósents. Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að hjá tekjulægsta hópnum, fólki sem er með undir 400.000 í laun eru 77% í þessari stöðu og þar af eru 46% í mínus.
Hvað varðar þá sem hafa tekjur á bilinu 400.000 til 800.000 eru 43% á núlli um hver mánaðamót og 15% í mínus.
Verst er staðan á Reykjanesi en þar eru 57% íbúa á núllinu eða í mínus um hver mánaðamót.
Þegar heildarmyndin er skoðuð er fjárhagur heimila á landsbyggðinni verri en á höfuðborgarsvæðinu og er munurinn 8%.