fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Eyjan

Húsleit á heimil Donald Trump – „Árás af þessu tagi á sér aðeins stað í eyðilögðum þriðja heims ríkjum“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. ágúst 2022 03:55

Donald Trump. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska alríkislögreglan FBI gerði húsleit á heimili Donald Trump í Mar-a-Lago í Palm Beach í Flórída í gær. Trump skýrði sjálfur frá þessu á samfélagsmiðli sínum, Truth Social.

Bandarískir fjölmiðlar segja að alríkislögreglumenn hafi gert húsleit á heimili Trump í gær og hafi hún farið fram í gærmorgun og hafi auk heimilis hans náð til einkaklúbbs hans.

„Eftir að hafa starfað með viðeigandi yfirvöldum var þessi óvænta leit á heimili mínu hvorki nauðsynleg né viðeigandi,“ sagði Trump í yfirlýsingu að sögn New York Times. Hann hélt því einnig fram að húsleitin væri liður í að reyna að koma í veg fyrir að hann bjóði sig fram til forseta 2024.

„Árás af þessu tagi á sér aðeins stað í eyðilögðum þriðja heims ríkjum,“ sagði forsetinn fyrrverandi.

Húsleitin var gerð á mjög viðkvæmum tíma því kosið verður til þings í nóvember og ekki er ýkja langt í forsetakosningar en þær fara fram í nóvember 2024. Trump hefur ekki staðfest að hann ætli að bjóða sig fram en hann hefur gefið það sterklega í skyn.

New York Times hefur eftir heimildarmönnum innan stjórnkerfisins að FBI hafi talið nauðsynlegt að gera húsleit heima hjá Trump eftir að það kom fram fyrir nokkrum vikum að hann hafði tekið 15 skjalakassa með sér þangað úr Hvíta húsinu. Samkvæmt lögum mega forsetar ekki taka opinber gögn með sér þegar þeir láta af embætti. Lög um þetta voru sett í kjölfar Watergate-hneykslisins.

Bandarískir fjölmiðlar segja að vitað hafi verið að í þessum 15 kössum væru leynileg skjöl. Trump hefur aldrei staðfest það sjálfur. Hann hefur sagt að hann hafi átt í góðu samstarfi við þjóðskjalasafnið um að afhenda gögnin.

Í yfirlýsingu hans um húsleitina flokkar hann hana sem innbrot og segir meðal annars: „Þeir brutust meira að segja inn í peningaskápinn minn!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna