fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Eyjan

Frumvarp um fríverslunarsamning við Ísland lagt fyrir Bandaríkjaþing – Ráðherrar fagna

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. ágúst 2022 09:00

Verður af gerð fríverslunarsamnings á milli Bandaríkjanna og Íslands? Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frumvarp hefur verið lagt fram á Bandaríkjaþingi um breyttar áherslur á Norðurslóðum. Meðal annars er kveðið á um gerð fríverslunarsamnings við Ísland. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, fagna frumvarpinu.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Katrínu að íslensk stjórnvöld hafi lengi þrýst á gerð fríverslunarsamnings á milli ríkjanna og virðist sá áhugi vera gagnkvæmur. Hún sagðist vonast til að nú komist skriður á þessi mál. Þórdís tók í sama streng og sagði jákvætt að finna að Ísland eigi vini á Bandaríkjaþingi. Bandaríkin séu ein helsta vina- og bandalagsþjóð Íslands og vilji sé til að treysta þau bönd.

Fyrrgreint frumvarp snýr að málefnum Norðurslóða og tekur til öryggis, siglinga, rannsókna, fjárfestinga og viðskipta. Markmiðið er að halda rússneskum umsvifum í skefjum.

Morgunblaðið segir að ekki sé vitað hver afdrif frumvarpsins verði en talið sé að það muni njóta velvilja á þingi. Afstaða Joe Biden, forseta, og ríkisstjórnar hans mun þar ráða miklu en ekki er talið að forsetinn og ríkisstjórnin muni beita sér gegn því þar sem frumvarpið fellur vel að stefnu stjórnarinnar í málefnum Norðurslóða.

Nánar er hægt að lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?