Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að 35,7% vilja að ríkið fari blandaða leið með veggjöldum og skattfé. 24,4% vill að veggjöld standi alfarið undir kostnaðinum við gangagerð. Samtals eru þetta 60,1 aðspurðra.
Hvað varðar þá sem eru mótfallnir veggjöldum þá vilja flestir að ríkið fjármagni gangagerð alfarið með skattfé eða 31,7% þeirra sem svöruðu. 3,8% vildu annars konar fjármögnun og 4,3% vilja ekki að ríkið fjármagni jarðgangagerð.
Íbúar á landsbyggðinni eru hlynntari því að gangagerð sé alfarið fjármögnuð með skattfé. 39% þeirra vilja fara þá leið en 28% íbúa á höfuðborgarsvæðinu vilja þá leið.
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru hlynntari því að veggjöld séu tekin upp en 26% þeirra vilja það en 21% landsbyggðarfólks styður þá leið.