fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Eyjan

Segir slæmt að háskólamenntaðir hafi setið eftir hvað varðar kjaraþróun

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 3. ágúst 2022 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Friðrik Jónsson, formaður BHM, segir slæmt að háskólamenntaðir hafi setið jafn mikið eftir og raun ber vitni hvað varðar kjaraþróun. Hann sagði að þetta geti haft í för með sér að háskólamenntað fólk sæki í störf erlendis að námi loknu.

Markaður Fréttablaðsins skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Friðrik að fjárhagslegur ávinningur af menntun fari sífellt minnkandi og að háskólamenntað fólk hafi setið eftir hvað varðar launaþróun. „Það er í sjálfu sér ekkert skrýtið því lífskjarasamningarnir voru sniðnir til þess að vera hagfelldir fyrir þá lægstlaunuðu,“ er haft eftir honum.

Hann sagði áhugavert að skoða þróun kaupmáttar fyrri ára. „Ef við skoðum kaupmáttaraukningu undanfarinna ára og horfum til ársins 2015 þegar lögð var áhersla á krónutölusamninga, frá janúar 2015 til janúar 2022 ef við berum saman BHM og BSRB hjá ríkinu, þá hefur kaupmáttarvísitalan fyrir BSRB hækkað um 53 prósent meðan hún hefur hækkað um 36 prósent hjá BHM,“ sagði hann.

Hann sagði ekki ásættanlegt að háskólamenntað fólk hafi setið jafn mikið eftir og raun ber vitni en sagði þó ánægjulegt að markmiðið um leiðréttingu kjara þeirra lægstlaunuðu hafi gengið eftir.

Hann sagði þetta geta haft þær afleiðingar að það dragi úr hvata til að sækja sér menntun og hvetji fólk til að flytja erlendis að námi loknu þar sem menntun sé frekar metin að verðleikum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðni hryggur yfir græðginni – „Öllum er víst sama um þig, Freyja mín“

Guðni hryggur yfir græðginni – „Öllum er víst sama um þig, Freyja mín“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni