fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Eyjan

Trump í Washington í gær – Endurtók lygar sínar um forsetakosningarnar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 27. júlí 2022 08:05

Donald Trump breytti ekki út af venjunni í gær og hélt áfram að segja ósatt um kosningaósigurinn 2020. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti, flutti ræðu á ráðstefnu hugveitunnar America First Policy Institute í Washington D.C. í gær. Þetta var í fyrsta sinn, síðan hann lét af embætti forseta, sem hann kom til höfuðborgarinnar.

Í ræðu sinni gaf Trump í skyn að hann hyggist bjóða sig fram til forseta 2024. Eins og svo oft áður ræddi hann um forsetakosningarnar 2020, sem hann tapaði fyrir Joe Biden, og hélt áfram að koma með ósannindi um þær. „Þessar kosningar voru hörmung. Hneyksli fyrir landið okkar,“ sagði hann að sögn AP.

The Guardian segir að Trump hafi einnig haldið því fram að hann hafi sigrað í kosningunum. „Kannski verðum við bara að gera þetta aftur,“ sagði hann og gaf þar með enn einu sinni í skyn að hann hyggist bjóða sig fram 2024. Hann hefur þó ekki staðfest það né vísað því á bug.

Ráðgjafar hans eru sagðir hafa hvatt hann til að nota meira af ræðutíma sínum til að tala um stefnumál sín fyrir framtíðina og minna um kosningarnar 2020 að sögn AP. En Trump á greinilega erfitt með að slíta sig frá ósigrinum 2020.

The Guardian segir að ræðan í gær hafi átt að vera kynning á stefnu Repúblikana fyrir kosningar í nóvember en þá verður kosið til þings og um ýmis embætti í ríkjunum fimmtíu. En þess í stað var um hefðbundna Trump-ræðu að ræða þar sem hann lét gamminn geisa og réðst á Demókrata og lét ósannar fullyrðingar falla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigríður Andersen: Stjórnmálin snúast orðið um skráningar og að haka í box – atvinnulífið fer ekki varhluta af því

Sigríður Andersen: Stjórnmálin snúast orðið um skráningar og að haka í box – atvinnulífið fer ekki varhluta af því
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Flosi ætlar í formanninn: „Við þurfum að vera stöðugt á varðbergi“

Flosi ætlar í formanninn: „Við þurfum að vera stöðugt á varðbergi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja heitar deilur á milli Elon Musk og Hvíta hússins

Segja heitar deilur á milli Elon Musk og Hvíta hússins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Trump vill setja sig í samband við Kim Jong-un – „Hann er klár gæi“

Trump vill setja sig í samband við Kim Jong-un – „Hann er klár gæi“