„Lögreglumenn voru hetjurnar þennan dag. Donald Trump hafði ekki kjark til að grípa til aðgerða. Því mega hugrakkir lögreglumenn um land allt aldrei gleyma. Þú getur ekki bæði staðið á bak við uppreisn og lögregluna. Þú getur ekki bæði stutt uppreisn og lýðræði. Þú getur ekki bæði stutt uppreisn og Bandaríkin, “ sagði Biden.
Þetta kom fram í ávarpi hans á ráðstefnu lögreglumanna af afrískum uppruna í gær. Um upptöku var að ræða því Biden hefur haldið sig til hlés í Hvíta húsinu eftir að hann greindist með COVID-19. CBS News skýrir frá þessu.
Minnst fimm létust í árásinni á þinghúsið og rúmlega 140 lögreglumenn slösuðust.
Brave women and men in uniform across America should never forget that the defeated former president of the United States watched January 6th happen and didn’t have the spine to act.
In my remarks today to @noblenatl, I made that clear: https://t.co/pQ8E4IcZR1 pic.twitter.com/uO60QO0Wrz
— President Biden (@POTUS) July 25, 2022
Fram hefur komið að Trump horfði á atburðina í sjónvarpi í Hvíta húsinu. Æstur múgurinn, stuðningsmenn Trump, höfðu farið að þinghúsinu að áeggjan hans en hann hvatti þá til að berjast af miklum móð.
Múgurinn trúði staðlausum staðhæfingum Trump um að rangt hefði verið haft við í forsetakosningunum og að hann væri réttkjörinn forseti.
Biden beindi einnig orðum sínum að Ron DeSantis, ríkisstjóra í Flórída, í ávarpi sínu til lögreglumannanna. „Í þessu ríki, sem við erum í í dag, hafa DeSantis ríkisstjóri, Marco Rubio og Rick Scott öldungadeildarþingmenn, allir hafnað því að banna hervopn. Höfum á hreinu, þú getur ekki stutt það að hervopn séu á götum Bandaríkjanna ef þú styður ekki lögregluna,“ sagði hann.