Alls sóttu 40 einstaklingar um stöðu bæjarstjóra í sveitarfélaginu Vogum. Meðal umsækjenda eru kunnugleg nöfn eins og Karl Gauti Hjaltason fyrrum alþingismaður, Vigdís Hauksdóttir fyrrum borgarfulltrúi og Glúmur Baldvinsson, formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins.
Karl Gauti og Vigdís hafa sótt um allnokkrar sveita- eða bækjarstjórastöður undanfarin misseri en enginn hefur þó verið eins duglegur og Glúmur sem hefur sótt um nánast hverja einustu stöðu sem í boði hefur verið undanfarna mánuði. Í viðtali við Vísi á dögunum sagðist Glúmur vera gera að gamni sínu með umsóknunum enda væru stöðurnar eyrnamerkar „sviplitlum og nánast ómenntuðum flokksgæðingum og fjóskörlum allra saurbæja landsins.“ svo notuð séu hans orð. Vakti Glúmur athygli á því að hann, sem velmenntaður umsækjandi, fengi ekki svo mikið sem símtal eða viðtal vegna hinna lausu starfa.
Þá vekur Fréttablaðið athygli á því að meðal umsækjenda sé Roy Albrecht, sextugur blaðberi. Hann kom til Íslands árið 2013 og sagði um það leyti í viðtali við miðilinn að á Íslandi væri hágæða mannkyn og að helför gyðinga hefði ekki átt sér stað. Tók hann þá sérstaklega fram að hann væri ekki kynþáttahatari. Svo vel líkaði Roy dvölinn á Íslandi að hann settist hér að og er nú íslenskur ríkisborgari
Eftirfarandi sóttu um stöðu sveitarstjóra í Vogum
Ásdís Hlöðversdóttir, framkvæmdastjóri
Baldur Þórir Guðmundsson, sérfræðingur
Björg Erlingsdóttir, fyrrv. sveitarstjóri
Björn Óli Ö. Hauksson, ráðgjafi
Daníel Arason, forstöðumaður
Einar Kristján Jónsson, fyrrv. sveitarstjóri
Elías Pétursson, fyrrv. bæjarstjóri
Gísli Þór Gíslason, viðskiptafræðingur
Glúmur Baldvinsson, sjálfstætt starfandi
Gunnar Axel Axelsson, deildarstjóri
Gunnar Júlíus Helgason, framkvæmdastjóri
Haraldur Helgason, verkstjóri
Helga Birna Ingimundardóttir, framkvæmdastjóri
Hildigunnur Jónasdóttir, lögfræðingur
Ingvi Már Guðnason, verkstjóri
Jasmia Vajzovic Crnac, deildarstjóri og fyrrum varabæjarfulltrúi
Jón Sveinsson, húsvörður
Jón Bjarni Steinsson, framkvæmdastjóri
Jón Eggert Guðmundsson, kerfisstjóri
Júlíus Þór Gunnarsson, sjálfstætt starfandi
Karl Gauti Hjaltason, fyrrv. Alþingismaður
Konráð Gylfason, framkvæmdastjóri
Kristinn Óskarsson, mannauðsstjóri
Lína Björg Tryggvadóttir, skrifstofustjóri
Roy Albrecht, blaðberi
Sigurður Erlingsson, fyrrv. sparisjóðsstjóri
Sigurður Ragnarsson, framkvæmdastjóri
Silja Dögg Gunnarsdóttir, fyrrv. Alþingismaður og viðskiptafræðingur
Valdimar O. Hermannsson, starfandi sveitarstjóri
Vigdís Hauksdóttir, fyrrv. borgarfulltrúi
Viggó E Viðarsson, flokksstjóri
Þorsteinn Þorsteinsson, deildarstjóri
Örn Haukur Magnússon, framkvæmdastjóri
Örvar Þór Ólafsson, framkvæmdastjóri
Þórdís Sif Sigurðardóttir, fyrrv. sveitarstjóri