fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Carbfix fær 16 milljarða króna styrk frá Evrópusambandinu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. júlí 2022 07:30

Edda Sif Pind Aradóttir. Mynd:Silja Yraola

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýsköpunarsjóður Evrópusambandsins hefur ákveðið að styrkja Carbfix um sem nemur 16 milljörðum íslenskra króna til uppbyggingar á móttöku- og förgunarmiðstöðinni Coda Terminal, Sódastöðinni, í Straumsvík. Þetta verður fyrsta miðstöðin sinna tegundar í heiminum. Áætlað er að starfsemi hefjist þar um mitt ár 2026 og að fullum afköstum verði náð 2031. Verður allt að þremur milljónum tonna af CO2 þá fargað þar árlega. Það er um 65% af heildarlosun Íslands árið 2019.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Carbfix. Fram kemur að aldrei fyrr hafi íslenskt fyrirtæki fengið svo háan styrk úr sjóðum ESB. Nýsköpunarsjóður ESB er einn stærsti styrktaraðili grænna nýsköpunarverkefna og fellur undir stjórn Loftslags- og umhverfisstofnunar ESB (CINEA).

Sjóðurinn hefur skuldbundið sig til að ráðstafa um 38 milljörðum evra á tímabilinu 2020-2030 til að styðja við skölun á lausnum sem draga úr kolefnislosunar í evrópskum iðnaði. Stór brautryðjendaverkefni ásamt smærri verkefnum frá löndum innan Evrópska efnahagssvæðisins geta sótt um stuðning frá sjóðnum.

Áætlað er að styrkurinn nemi ríflega þriðjungi af kostnaði verkefnisins en afgangurinn verður fjármagnaður af fjárfestum með þátttöku í sérstöku verkefnafélagi sem hefur nú þegar verið stofnað. Það er dótturfélag Carbfix. Viðræður eru hafnar við áhugasama fjármögnunaraðila og lofa góðu að því er segir í fréttatilkynningunni.

Undirbúningur að Coda Terminal verkefninu er í fullum gangi. Markmið verkefnisins er að fanga CO2 úr útblæstri frá iðnaði í Evrópu og flytja með skipum til Straumsvíkur þar sem því verður dælt í geymslutanka við hafnarbakkann. CO2 verður síðan leyst í vatni áður en því verður dælt djúpt í berglög þar sem það binst í steindum á innan við tveimur árum með Carbfix tækninni.

Carbfix tæknin hefur verið sannreynd sem hagkvæm og umhverfisvæn leið til að binda CO2 varanlega og koma þannig í veg fyrir áhrif þess á loftslagið. Aðferðin hermir eftir og flýtir fyrir náttúrulegum ferlum.

Flýtir fyrir náttúrulegum ferlum

 Undirbúningur að Coda Terminal verkefninu er í fullum gangi. Markmið verkefnisins er að fanga CO2 úr útblæstri frá iðnaði í Evrópu og flytja með skipum til Straumsvíkur þar sem því verður dælt í geymslutanka við hafnarbakkann. CO2 verður síðan leyst í vatni áður en því verður dælt djúpt í berglög þar sem það binst í steindum á innan við tveimur árum með Carbfix tækninni.

 Carbfix tæknin hefur verið sannreynd sem hagkvæm og umhverfisvæn leið til að binda CO2 varanlega og koma þannig í veg fyrir áhrif þess á loftslagið. Aðferðin hermir eftir og flýtir fyrir náttúrulegum ferlum. Nafnið á verkefninu Coda* vísar til niðurlags tónverka sem gefur til kynna sögulok og er oft tæknilega krefjandi.

Mikil viðurkenning

 „Þetta er fyrst og fremst gríðarleg viðurkenning fyrir okkur sem störfum hjá Carbfix og hjálpar okkur við að koma Coda Terminal á þann stað að við getum farið að farga CO2 í miklum mæli í Straumsvík. Við viljum að Ísland sé í ákveðnu forystuhlutverki þegar kemur að föngun og förgun því hér eru kjöraðstæður til varanlegrar og öruggrar kolefnisförgunar. Aðferð okkar byggir auðvitað á íslensku hugviti og það er okkar sýn að hún geti nýst víða um heim,“ er haft eftir Eddu Sif Pind Aradóttur, framkvæmdastýru Carbfix, í fréttatilkynningunni.

 CO2 verður flutt hingað til lands með sérhönnuðum skipum skipafélagsins Dan-Unity sem ganga fyrir vistvænu eldsneyti. Dan-Unity er danskt rótgróið skipafélag sem hefur mikla reynslu í flutningi á gasi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Aftur sektaðir af KSÍ
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð