fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Aðalheiður segir að flestum eigi að vera orðið ljóst að auðlindum landsins er ekki betur borgið utan ESB

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. júlí 2022 09:00

Aðalheiður Ámundadóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Regluleg tíðindi af viðskiptum í íslenskum sjávarútvegi minna landsmenn á hversu stjarnfræðilegar fjárhæðir þar er sýslað með. Ekki einasta fer fyrir brjóstið á fólki að jógakennari í Grindavík auðgist um marga milljarða á slíkum viðskiptum, ættartengsla sinna vegna, heldur ekki síður hvernig alltaf finnast glufur á veikburða regluverki sem sett hefur verið upp til að mæta óskum landsmanna um dreifða eignaraðild, gegnsæi og eðlilegt endurgjald fyrir nýtingu auðlindanna.“

Svona hefst leiðari Fréttablaðsins í dag en hann ber fyrirsögnina „Þrælslund“ og er skrifaður af Aðalheiði Ámundadóttur, fréttastjóra.

Hún segir að það sé kaldhæðnislegt að ást þjóðarinnar á auðlindum landsins sé álíka mikil og hatur hennar á reglum. „Þessar sterku en þversagnarkenndu tilfinningar sameinast með hvað skýrustum hætti í þeim helmingi þjóðarinnar sem er andsnúinn aðild að Evrópusambandinu. Íslenskur ímugustur á ESB hefur að mestu átt rót að rekja til ótta við að glata auðlindunum, sjálfstæðinu og réttinum til að hafa sem minnsta tilsjón með flestu sem sýslað er í samfélaginu,“ segir hún.

Því næst víkur hún að umræðum um aðild að ESB hér á landi en þær stóðu sem hæst á fyrsta áratug aldarinnar. Segir hún að þá hafi það ekki síst verið ótti við meinta ásælni Evrópuríkja í auðlindir landsins sem hafi kaffært alla umræðu um helstu áhrif aðildar fyrir venjulega Íslendinga.

Hún segir að þessi umræða hafi að mestu verið keyrð áfram af hagsmunaaðilum í sjávarútvegi og landbúnaði en bæði stjórnmálamenn og almenningur hafi tekið undir af krafti. „Undirleikurinn var svo í höndum þrælslundarinnar sem klíndi uppnefnum um reglugerðafargan og eftirlitsiðnað á þau kerfi ESB sem tryggja Evrópubúum örugg og aukin lífsgæði, jöfnuð og borgararéttindi,“ segir hún.

„Líkt og þegar við fáum heimskulegt lag á heilann hefur venjulegt fólk úti í bæ tekið upp þessa möntru um fargan og eftirlitsiðnað, þrátt fyrir að hafa nákvæmlega ekkert ónæði af umræddum reglum, enda eru flestar þeirra settar til að setja þeim skorður sem helst eru líklegir til að vaða yfir samfélög á skítugum skónum og alla sem í þeim búa,“ segir hún því næst og bætir við að aðild að ESB muni ekki sjálfkrafa kippa kvótakerfinu í lag.

„Flestum hlýtur þó að vera orðið ljóst að auðlindunum er alls ekki betur borgið utan sambandsins en innan þess. Auðurinn ratar enn í örfáa vasa og breyta þar engu málamyndalög sem Alþingi hefur sett, til dæmis um kvótaþak fyrir sjávarútvegsfyrirtæki og tengda aðila. Það dugar ekkert annað á íslensk sjávarútvegsfyrirtæki en stífar reglur og öflugt eftirlit. Ólíkt Alþingi er Evrópusambandið nafntogað á báðum þessum sviðum,“ eru síðan lokaorð hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar