fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Eyjan

Haukur Viðar er búinn að hirta fasteignasala og snýr sér nú að kvótaeigendum – „Þetta er hagfræði 101“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 6. júlí 2022 10:15

Haukur Viðar veður í varðhunda kvótaeigenda

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haukur Viðar Alfreðsson, doktorsnemi í hagfræði, hefur undanfarin misseri vakið athygli fyrir hvassa gagnrýni á starfshætti fasteignasala. Í skoðanapistli – „Pils­falda­kapítal­ismi varð­hunda kvóta­kerfisins“ – sem birtist í Fréttablaði dagsins snýr hann sér að öðrum hóp, kvótaeigendum og ekki síst meintum varðhundum þeirra.

Sjá einnig: Haukur Viðar sakar fasteignasala um fjárkúgun – „Starfa fyrst og fremst fyrir sjálfa sig“

Í pistlinum gagngrýnir Haukur Viðar málflutning Magnús Arnar Gunnarsson sem hefur tjáð þá skoðun sína að veiðigjöld í sjávarútvegi séu óhófleg skattheimta. Segist Haukur Viðar ætla að setja á sig kapitalískan hatt og útskýra af hverju hærri veiðigjöld séu eðlileg, ekki íþyngjandi og í fullu samræmi við hægri sjónarmið,

„Á árum áður gat hvaða Íslendingur sem er keypt sér bát og farið að veiða. Íslendingar áttu einfaldlega rétt á því að veiða sér til lífsviðurværis. Það fyrirkomulag þótti hins vegar stefna fiskistofnum okkar í hættu og því var ákveðið að takmarka aðgengi að veiðum. Það var gert til þess að hámarka virði þessarar auðlindar til langtíma. Hámarka virðið sem ég, þú og allir aðrir eigendur auðlindarinnar fáum úr henni. Ekki á neinum stað í því ferli var þessi eigna- og tekjuréttur yfir fiskimiðunum tekinn af íslensku þjóðinni, það var eingöngu ákveðið að reyna að nýta auðlindina betur,“ skrifar Haukur Viðar.

Pilsfaldakapítalismi og léleg hagfræði

Auðséð væri að auðlindin væri einkaeigu væri engin þörf á kvótakerfi.

„En ríkið stýrir ferlinu, einmitt vegna þess að ríkið (sem þjóðin á og er) á auðlindina. Svo þá stendur eftir spurningin hverjum á að leyfa að veiða? Allir einkaaðilar myndu selja slík réttindi en ekki gefa þau og þeir myndu eingöngu selja þeim aðilum sem væru til í að greiða hvað hæst verð fyrir réttindin. Það er nokkuð sem íslenska ríkið hefur verið óviljugt til að gera og hefur þar með ekki hagað sér í þágu eigenda auðlindarinnar heldur í þágu sérhagsmuna,“ skrifar doktorsneminn.

Hann segist því vísa því alfarið á bug að gjaldtaka eins og veiðgjöldin sé óeðlileg skattheima og geti verið of íþyngjandi fyrir útgerðirnar.

„Raunin er hins vegar sú að gjald fyrir afnot af auðlind sem er látið ákvarðast á markaði getur eðli máls samkvæmt aldrei orðið of íþyngjandi. Engin útgerð myndi bjóða svo hátt verð í veiðiheimild að reksturinn hætti að vera arðbær til langtíma. Þetta er hagfræði 101. Það er því alveg ljóst að gjaldtakan er endurgjald til þjóðar fyrir aðgang að auðlind sem þjóðin á og að markaðsverð er ekki íþyngjandi.“

Hann segir að ef hægrið hafi nokkurn tímann haft áhyggjur af landsbygginni þá hefði kvótakerfinu aldrei verið leyft að þróast á þann veg að veiðiheimildir væru færanlegar frá sjávarbyggðum.

„Það þýðir ekkert að smíða kerfi sem öllum er ljóst að leiði til uppsöfnunar veiðiheimilda á fáeina staði og gráta svo krókó­dílatárum og reyna að færa ábyrgðina yfir á ímyndaða illsku skattheimtu,“ skrifar Haukur Viðar.

Hann segir að allir sem vilji sjái að ríkið eigi að innheimta hærri veiðigjald því annars sé verið að taka eign af fólki til þess að gefa til annarra, eitthvað sem hafi þó viðgengist undanfarna áratugi.

„Það fer einfaldlega ekki saman að tala um að ná sem mestri hagkvæmni en nota svo litla manninn sem nær ekki að keppa við stórútgerðir í hagkvæmni sem rök fyrir því að gefa stórútgerðum risastóran afslátt af afnotagjaldi á kostnað mín og þín! Já, pilsfaldakapítalismi og léleg hagfræði eru sannarlega höfuðeinkenni varðhunda óbreytts kvótakerfis,“ skrifar doktorsneminn herskár.

Hér má lesa grein Hauks Viðars í heild sinni

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast