fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Eyjan

Afhjúpuðu áður óþekkta áætlun Trump um hvernig hann gæti haldið völdum eftir kosningaósigurinn

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 22. júní 2022 08:00

Donald Trump. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gærkvöldi var opinn fundur rannsóknarnefndar Bandaríkjaþings sem rannsakar árás stuðningsmanna Donald Trump, þáverandi forseta, á þinghúsið í Washington DC þann 6. janúar 2021. Rannsóknin beinist að þætti Trump í málinu og tilraunum hans til að halda völdum þrátt fyrir ósigur hans í forsetakosningunum. Nefndin kynnti þau gögn og vitnisburði sem fram hafa komið.

Á fundinum í gær kom fram að embættismönnum hafi verið ætlað að breyta niðurstöðum kosninganna með því að nota falska kjörmenn til að styðja Trump. Þetta var áætlun sem var runnin undan rifjum Trump og nánustu samstarfsmanna hans. Mikill þrýstingur var á embættismenn í einstökum ríkjum um að gera þetta og óttuðust margir þeirra um líf sitt og heilsu vegna hótana sem á þeim dundu.

Í gær kynnti nefndin gögn um hvernig Trump og lögmaður hans, Rudy Giuliani, reyndi að fá embættismenn og kjörna fulltrúa í svokölluðum sveifluríkjum til að breyta niðurstöðum kosninganna. Eitt aðalvitni gærkvöldsins var Repúblikaninn Rusty Bowers, sem er forseti fulltrúadeildar þingsins í Arizona. Hann sagði að Giuliani hafi margoft haft samband við sig eftir kosningarnar og hafi sett mjög svo undarlega kenningu fram. Sagði Bowers að Giuliani hafi sagt honum að hann gæti lýst kosningarnar í Arizona ógildar og valið nýja kjörmenn sem myndu kjósa Trump í staðinn fyrir Joe Biden þegar kjörmennirnir kæmu saman til að velja forseta. Þetta sagði Giuliani að væri ekki lögbrot.  Hann sagði Bowers að það væri skylda hans að gera þetta því rangt hefði verið haft við í kosningunum. Bowers sagðist hafa neitað að gera þetta því þetta væri brot gegn stjórnarskránni. „Ég vildi ekki gera þetta,“ sagði hann.

Hann sagðist hafa þrýst á Giuliani um að leggja fram sannanir fyrir að rangt hefði verið haft við í kosningunum og að lokum hafi Giuliani viðurkennt að slíkar sannanir væru ekki til. „Við erum með margar kenningar en engar haldfastar sannanir,“ sagði hann að sögn Bowers. Jótlandspósturinn skýrir frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”