fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Eyjan

Sigyn ráðin framkvæmdastjóri hugbúnaðarþróunar hjá Empower

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 21. júní 2022 13:44

Sigyn Jónsdóttir. Mynd/Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigyn Jónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri hugbúnaðarþróunar hjá Empower og mun leiða þróun jafnréttis hugbúnaðarins Empower Now.

Sigyn kemur til Empower frá hugbúnaðarfyrirtækinu Men&Mice þar sem hún var forstöðumaður þjónustu og ráðgjafar til viðskiptavina. Hún býr yfir fjölbreyttri reynslu úr hugbúnaðar- og nýsköpunargeiranum.  Sigyn er varaformaður stjórnar Tækniþróunarsjóðs og var formaður Ungra athafnakvenna (UAK) árin 2017-2019.  Hún hefur einnig starfað hjá Meniga og Seðlabanka Íslands.

Sigyn er með B.Sc. í hugbúnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. í Management Science & Engineering frá Columbia-háskóla í New York.

„Við erum afar ánægð með að fá Sigyn í stjórnendateymi Empower en hún mun sinna einu mikilvægasta verkefni okkar á næstu misserum – hugbúnaðarþróuninni,“ segir Þórey Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri Empower.  „Fyrir utan víðtæka reynslu við hugbúnaðargerð, nýsköpun og teymisstjórnun þá hefur hún einnig mikla ástríðu fyrir jafnréttismálum.  Það er mikill fengur fyrir okkur að fá jafn öfluga konu og Sigyn inn í stjórnendateymið og við hlökkum til að vinna með henni að frekari þróun Empower Now,“ segir Þórey í tilkynningu vegna ráðningarinnar.

Sigyn segist lengi hafa verið aðdáandi Empower og hrifist af þeirra einstöku nálgun á jafnréttismál og vinnustaðamenningu. „Ég er virkilega spennt að ganga til liðs við svo framsýnt nýsköpunarfyrirtæki og hlakka til að byggja upp fjölbreytt og skapandi hugbúnaðarteymi. Að leiða þróun á lausn sem þjónar göfugum tilgangi er einstakt tækifæri fyrir mig og sameinar reynslu mína úr hugbúnaðargeiranum við ástríðuna fyrir jafnréttismálum.“

Empower er nýsköpunarfyrirtæki á sviði jafnréttis og fjölbreytni og tilkynnti nýlega 300 milljóna króna fjármögnun frá Frumtaki og Tennin. Fjármagnið mun nýtast félaginu við áframhaldandi þróun og markaðssetningu á hugbúnaðarlausninni Empower NOW sem gerir fyrirtækjum og stofnunum kleift að ná yfirsýn yfir stöðu jafnréttismála, setja sér mælanleg markmið og fræða starfsfólk í gegnum stafrænar leiðir þar sem áherslan er að styðja við uppbyggingu á jákvæðri fyrirtækjamenningu með jafnrétti og fjölbreytni að leiðarljósi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðlaugur Þór ætlar ekki í formannsslaginn

Guðlaugur Þór ætlar ekki í formannsslaginn
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Svona ætlar ríkisstjórnin að ná stjórn á Airbnb og annarri skammtímaleigu til ferðamanna

Svona ætlar ríkisstjórnin að ná stjórn á Airbnb og annarri skammtímaleigu til ferðamanna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigríður Andersen: Gott að flokkarnir standi sjálfir frammi fyrir skriffinnskunni sem þeir íþyngja atvinnulífinu og almenningi með

Sigríður Andersen: Gott að flokkarnir standi sjálfir frammi fyrir skriffinnskunni sem þeir íþyngja atvinnulífinu og almenningi með
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigríður Andersen: Stjórnmálin snúast orðið um skráningar og að haka í box – atvinnulífið fer ekki varhluta af því

Sigríður Andersen: Stjórnmálin snúast orðið um skráningar og að haka í box – atvinnulífið fer ekki varhluta af því
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flosi ætlar í formanninn: „Við þurfum að vera stöðugt á varðbergi“

Flosi ætlar í formanninn: „Við þurfum að vera stöðugt á varðbergi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Tilveruréttur fólks er ekki skoðun

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Tilveruréttur fólks er ekki skoðun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sanngirnismál að sjálfstæðismenn fái áfallahjálp – lífsleikninámskeið til að takast á við nýjan veruleika

Svarthöfði skrifar: Sanngirnismál að sjálfstæðismenn fái áfallahjálp – lífsleikninámskeið til að takast á við nýjan veruleika