fbpx
Mánudagur 30.desember 2024
Eyjan

Ivanka segir að mikill æsingur hafi verið í samtalinu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 20. júní 2022 07:00

Ivanka Trump. Mynd:U.S. Department of State

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það voru ekki fögur orð sem Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, lét falla í símtali við Mike Pence, varaforseta, 6. janúar á síðasta ári. Þetta er meðal þess sem hefur komið fram við rannsókn sérstakrar rannsóknarnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á atburðarásinni þennan dag en hún náði hámarki þegar æstir stuðningsmenn Trump réðust inn í þinghúsið.

„Ég man að hann notaði orðið „wimp“ (gunga, innsk. blaðamanns). Þú ert „wimp“. „Wimp“ er orðið sem ég man eftir.“ Þetta sagði Nicholas Luna, fyrrum aðstoðarmaður Trump, í yfirheyrslunum að sögn CNN um samtal Trump við Pence þar sem hann þrýsti á Pence og hafði í hótunum við hann til að reyna að fá hann til að ógilda niðurstöður forsetakosninganna.

Þingið, með Pence í fararbroddi, átti að staðfesta úrslitin formlega þennan dag.

Trump er sagður hafa sagt við Pence að hann væri ekki „nógu harður“ til að ógilda kosningaúrslitin.

Ivanka Trump, dóttir forsetans og ráðgjafi hans, sagðist einnig muna eftir þessu símtali: „Þegar ég kom inn á skrifstofuna í annað sinn ræddi hann (Donald Trump, innsk. blaðamanns) í síma. Síðar komst ég að, að það var varaforsetinn. Ég hafði aldrei heyrt hann nota þennan tón við varaforsetann áður.“

Julie Radford, starfsmannastjóri Ivanka, sagði rannsóknarnefndinni að Ivanka hefði sagt henni að faðir hennar hefði verið mjög æstur þegar hann ræddi við Pence. Þegar fulltrúar í rannsóknarnefndinni spurðu Ivanka hvað faðir hennar hefði kallað Pence í samtalinu var svarið: „P-orðið“ (pussy, innsk. blaðamanns).

Markmið rannsóknarinnar er að sanna að Trump hafi staðið á bak við árásina á þinghúsið og að hann hafi í raun reynt að ræna völdum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Boða til blaðamannafundar á morgun

Boða til blaðamannafundar á morgun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarsáttmáli verður kynntur um helgina

Stjórnarsáttmáli verður kynntur um helgina