Það gerir ósigurinn enn sárari fyrir Macron að flokkur Marine le Pen, Front National, fékk 89 þingmenn kjörna en er með 8 núna. Það er því óhætt að tala um stórsigur hjá flokknum.
Vinstrabandalagið Nupes, sem er undir forystu Jean-Luc Mélenchon, fékk 135 þingmenn.
Kosningabandalag Macron er stærsta bandalagið á þinginu með sína 245 þingmenn en úrslitin munu samt sem áður hafa mikil áhrif á ríkisstjórn Macron. Þrír ráðherrar höfðu heitið því að segja af sér ef þeir næðu ekki kjöri. Það varð raunin og því láta þeir af embætti.
Kjörsókn var aðeins 53,77%.