fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Eyjan

Orðið á götunni – Ákall um að reynslubolti skelli sér í formannsslaginn

Eyjan
Sunnudaginn 19. júní 2022 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kom fáum á óvart að Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hygðist stíga til hliðar sem formaður flokksins. Orðrómur um það hafði verið á lofti lengi og miðað við gengi flokksins kom í raun ekkert annað til greina. Logi fær hins vegar prik í kladdann fyrir að axla ábyrgðina sjálfur og segja einfalda berum orðum að hann teldi aðra geta náð betri árangri en hann sjálfur. Það er ákveðinn sómi í því.

Pólitískum ferli Loga er langt frá því lokið og líklegt að hann verði einn af burðarstólpum flokksins áfram þó að hann komi til með að sitja í aftursætinu.

Óhætt er að segja að spennandi tímar fari í hönd hjá Samfylkingunni næstu mánuði varðandi það hver tekur við sem næsti formaður.

Heimildir Orðsins herma að yfirgnæfandi líkur séu á því að Kristrún Frostadóttir, þingmaður flokksins, láti slag standa og gefi kost á sér. Kristrún hefur komið með miklum krafti inn í stjórnmálin og sérstaklega í umræðunni um efnahagsmál. Sennilega eru fáir nýliðar í pólitík sem hafa orðið á svo skömmum tíma augljóst formannsefni flokks síns.

Þá fékk Kristrún vind í seglin í vikunni þegar Össur Skarphéðinsson, fyrrum formaður Samfylkingarinnar, lýsti yfir eindregnum stuðningi við hana í lofræðu á Facebook-síðu sinni.

Mín leið eða þjóðvegurinn

Á dögunum fjallaði Orðið um samskiptavanda innan þingflokks Samfylkingarinnar sem varð til þess að vinnustaðasálfræðingur var kallaður til. Snerist hinn meinti samskiptavandi að stærstum hluta um samskipti Kristrúnar og Oddnýjar G. Harðardóttur, fyrrum formanns flokksins.

Eins og alltaf þegar kemur að samskiptavanda fólks er flókið að greina ástæðuna en ljóst er að ekki hjálpar til að Kristrún virðist hafa gert hinn þekkta bandaríska frasa – „my way or the higway“ – að sínum.

Í lok vikunnar var Logi síðan í viðtali við RÚV og lét þau orð falla að næsti formaður Samfylkingarinnar þyrfti að vera „mannasættir“ og þurfi að „ná fólki saman“. Telja margir að þessi orð hafi beinst gegn Kristrúnu og að Logi styðji hana ekki að óbreyttu í formannsslag.

En hverjir munu taka slaginn við Kristrúnu um formannsembættið?

Talið er líklegt að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri láti slag standa og sækist eftir embættinu sem honum hefur verið spáð í næstum tvo áratugi. Tímalínan hentar vel fyrir að Dag að hella sér í út landsmálin sem formaður og forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar, enda víkur hann sem borgarstjóri, eftir ótrúlega farsælan feril, í þann mund sem kosningabaráttan fyrir Alþingiskosningarnar fer að hefjast. Hann fær ekki betri tíma til að söðla um ef metnaðurinn og áhuginn er fyrir hendi.

Aðrir kandídatar sem nefndir hafa verið eiga ekki sjéns í Kristrúnu eða Dag. Einu afar athyglisverðu nafni hefur þó verið kastað fram og herma heimildir Orðsins að ákveðinn hópur innan Samfylkingarinnar sé mjög spenntur fyrir þeim möguleika. Það er endurkoma Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í íslenska pólitík.

Það yrði að sjálfsögðu hvalreki fyrir Samfylkinguna og valkostur sem fjölmargir flokksmenn gætu hugsað sér. Hvort að Ingibjörg Sólrún hafi áhuga á því að skella sér aftur út í baráttuna skal þó ósagt látið og hvað þá ef það myndi þýða vígaferli við Kristrún eða Dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”