fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Eyjan

Kolbrún segir að VG geti ekki stimplað sig út af náttúruverndarvaktinni þó að flokkurinn sé í stjórnarsamstarfi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 17. júní 2022 12:12

Kolbrún Bergþórsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Vissulega byggir samstarf ólíkra stjórnmálaflokka á málamiðlun og einhvers konar eftirgjöf, en ætli Vinstri græn að viðhalda trúverðugleika sínum geta þingmenn hans ekki skyndilega horfið af náttúruverndarvaktinni bara vegna þess að þeir eru í samstarfi við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk,“ segir Kolbrún Bergþórsdóttir í leiðara Fréttablaðsins í dag.

Kolbrún gerir þar að umtalsefni rammaáætlun um náttúruvernd og umræður um hana á Alþingi. Í nýrri rammáætlun er gert ráð fyrir að nokkur svæði færist úr verndarflokki yfir í biðflokk. Hefur það valdið miklum titringi. Kolbrún skrifar:

„Sem betur fer á íslensk náttúra öfluga talsmenn, eins og komið hefur í ljós á síðustu dögum þegar grimmar umræður voru á Alþingi vegna rammaáætlunar þar sem fögur svæði voru færð úr verndarflokki í biðflokk. Einn þingmanna Vinstri grænna, Bjarni Jónsson, klökknaði í ræðustól vegna tilhugsunar um að náttúruperlum í sveit hans yrði fórnað fyrir virkjanir. Hann er sannarlega ekki einn um að fyllast sorg vegna þessa. Um allt land er fólk sem tekur sér stöðu með náttúrunni og er tilbúið að berjast af hörku fyrir hana.“

Kolbrún telur að VG ætli að taka slaginn fyrir náttúruvernd þegar rétti tíminn rennur upp og þegar það gerist geti farið að hrikta í stjórnarsamstarfinu:

„Ágætur þingmaður Vinstri grænna, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, sagði á þingi í umræðum um rammaáætlun að hér væri um að ræða biðleik í náttúruvernd. Orð hans benda til þess að þótt Vinstri græn virðist fara sér hægt, sýnist jafnvel vera að taka skref til baka, þá sé um að ræða biðleik. Þau ætli sér að taka slaginn fyrir náttúruna en bíði eftir rétta tímanum. Þá gæti farið að hrikta verulega í ríkisstjórnarsamstarfinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?