Það var Maskína sem gerði könnunina fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands. Fréttablaðið skýrir frá þessu.
Fram kemur að 29,6% aðspurðra töldu að hvalveiðar hafi ekki áhrif og 6,1% að þær hafi góð áhrif. 64,3% sögðust telja þær skaða orðspor landsins.
33,2% sögðust hlynnt veiðum á langreyðum og 31,8% sögðust telja skynsamlegt að stunda hvalveiðar. 35% eru á móti þeim og 44,3% telja þær óskynsamlegar.
Hvað varðar ávinning fyrir efnahagslífið töldu 52,5% að hvalveiðar hafi lítinn ávinning en 21% töldu þær mikilvægar.
Þegar litið á viðhorf kynjanna þá voru 48% karla hlynntir hvalveiðum en aðeins 17% kvenna. Þegar litið er á aldur sögðust 45% 60 ára og eldi styðja veiðarnar en hjá fólki undir þrítugu var hlutfallið 15,5%.
Nánar er hægt að lesa um könnunina í Fréttablaðinu í dag.