fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
Eyjan

Þingmaður Framsóknarflokksins kallar eftir fleiri virkjunum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 8. júní 2022 20:22

Ingibjörg Isaksen. Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þar sem vorþing er á enda og sumarfrí Alþingis framundan þá standa yfir eldhúsdagsumræður á Alþingi. Er þeim sjónvarpað beint á RÚV að vanda.

Meðal þeirra þingmanna sem flytja ræðu í kvöld er Ingibjörg Isakesen sem talar fyrir Framsóknarflokkinn. Ingibjörg segir að nauðsynlegt sé að virkja meira. Segir hún að staðan í orkumálum þjóðarinnar hafi verið sér sérstaklega hugleikin. Forðast hafi verið að ræða orkumál og það hafi leitt til stöðnunar. Hún segir að það sé Alþingis að standa vaktina að ná kolefnishlutleysi. Það þurfi fjölbreyttar lausnir í orkumálum, nýjar virkjanir og styrking núverandi virkjana. Nauðsynlegt sé að gefa út ný virkjanaleyfi, því vernd og virkjun geti haldist í hendur.

Ingibjörg segir að nægar orkulindir séu á Íslandi sem hægt sé að að nýta í sátt við náttúruna, enda um græna orku að ræða. Segir hún ríkið stíga mikilvægt skref í að beisla vindorku meira en áður. Segir hún Íslendinga geta verið stolta af því hve hlutfall grænnar orku sé hátt hér. Mikil atvinnu- og uppbyggingartækifæri séu til staðar.

Ingibjörg segir að innrás Rússa í Úkraínu hafi ógnað fæðuöryggi. Verðhækkanir á aðföngum séu grafalvarlegt mál og geti leitt til þess að framboð á innlendri vöru dragist saman og að fæðuöryggi verði í hættu. Bregðast þurfi við þessu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Góðavondafólkið

Steinunn Ólína skrifar: Góðavondafólkið
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótaávarp

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótaávarp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 1 viku

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Boða til blaðamannafundar á morgun

Boða til blaðamannafundar á morgun