fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
Eyjan

Andrés segir skiptingu borgarstjóraembættisins vera óskastöðu fyrir Dag

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. júní 2022 10:30

Oddvitar flokkanna þegar þeir kynntu nýja meirihlutann. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram hefur komið þá verður Dagur B. Eggersson, oddviti Samfylkingarinnar, borgarstjóri til ársloka 2023 en í ársbyrjun 2024 tekur Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, við embættinu. Andrés Jónsson, almannatengill, segir að þetta gefi til kynna að Dagur sé á leið út úr borgarmálunum.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.  Haft er eftir Eiríki Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, að þrátt fyrir að ekki sé venjan að skipta um borgarstjóra á miðju kjörtímabili þá sé þetta þekkt leið. „Það má segja að einhverju leyti sé þetta rökrétt niðurstaða miðað við þau spil sem lágu á borðinu eftir kosningar,“ sagði hann og bætti við að margt hafi mælt með þessari leið núna. Dagur hafi verið borgarstjóri mjög lengi og Einar sé óreyndur í stjórnmálum.

Andrés sagði skiptinguna ekki koma á óvart. Hún geri Degi kleift að fara út á eigin forsendum. „Honum er ekki hafnað og hann nær að fylgja aðeins eftir sinni arfleifð þannig að ég held að þetta sé óskastaða,“ sagði hann. Hann sagði þetta einnig leið fyrir Dag út úr borgarmálunum. Erfitt sé að sjá Dag sitja lengi á bekknum hjá Einari eftir að hann tekur við borgarstjóraembættinu.

Nánar er hægt að lesa um þetta í Fréttablaðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Kaldalóns

Óttar Guðmundsson skrifar: Kaldalóns
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?