Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Haft er eftir Eiríki Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, að þrátt fyrir að ekki sé venjan að skipta um borgarstjóra á miðju kjörtímabili þá sé þetta þekkt leið. „Það má segja að einhverju leyti sé þetta rökrétt niðurstaða miðað við þau spil sem lágu á borðinu eftir kosningar,“ sagði hann og bætti við að margt hafi mælt með þessari leið núna. Dagur hafi verið borgarstjóri mjög lengi og Einar sé óreyndur í stjórnmálum.
Andrés sagði skiptinguna ekki koma á óvart. Hún geri Degi kleift að fara út á eigin forsendum. „Honum er ekki hafnað og hann nær að fylgja aðeins eftir sinni arfleifð þannig að ég held að þetta sé óskastaða,“ sagði hann. Hann sagði þetta einnig leið fyrir Dag út úr borgarmálunum. Erfitt sé að sjá Dag sitja lengi á bekknum hjá Einari eftir að hann tekur við borgarstjóraembættinu.
Nánar er hægt að lesa um þetta í Fréttablaðinu.