Fréttablaðið hefur þetta eftir Ólafi í dag í umfjöllun um nýja borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingarinnar, Pírata, Framsóknar og Viðreisnar en hann var kynntur til sögunnar í gær.
Flokkarnir lögðu fram ítarlegan samning um meirihlutasamstarfið og ljóst er að allir flokkarnir komu sínum málum að í samningnum.
Lengi hefur andað köldu á milli Pírata og Framsóknar á þingi en nú munu þeir starfa saman í borgarstjórnarmeirihlutanum. Ólafur sagði það mjög spennandi. „Það er mjög áhugavert við það að þessir flokkar séu að fara saman í meirihluta því það hefur virst spenna á milli þeirra í þinginu. Þannig ef samstarf þeirra í sveitarstjórnum gengur vel gæti það haft áhrif á andrúmsloftið í þinginu líka,“ sagði hann.
Hann sagði að þetta geti breytt hinu pólitíska landslagi og ef vel gangi þá geti þetta aukið líkurnar á að á þingi verði hugleitt af alvöru að mynda fjögurra eða fimm flokka miðvinstri stjórn.