fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
Eyjan

Er Trump að missa tökin á Repúblikanaflokknum? Öfgahliðar flokksins verða sífellt meira áberandi

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 5. júní 2022 18:30

Donald Trump. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú standa forkosningar yfir hjá bæði Demókrötum og Repúblikönum í Bandaríkjunum en kosið verður til þings í haust. Kosið verður um öll sætin í fulltrúadeildinni og þriðjung sæta í öldungadeildinni. Auk þess verður kosið um ríkisstjóra og á þing einstakra ríkja. Innan Repúblikanaflokksins er nú hart tekist á um hvernig stefna flokksins á að vera í framtíðinni. Ákveðnar línur virðast hafa myndast varðandi stefnu flokksins og spurningin er hver þeirra verður ofan á.

Í Washington eru sumir farnir að velta fyrir sér hvort Repúblikanaflokkurinn sé að verða svo öfgasinnaður að meira að segja Donald Trump, fyrrum forseti, sé að missa tökin á honum. Einnig velta margir fyrir sér hvort tök Trump á flokknum séu almennt séð að minnka.

Jótlandspósturinn bendir á að Trump hafi lýst yfir stuðningi við um 150 frambjóðendur um allt land í forvali flokksins. Enginn fyrrum forseti hefur lýst yfir stuðningi við svo marga frambjóðendur. En í síðustu viku gerðist það sem ekki mátti gerast. Brian Kemp, ríkisstjóri í Georgíu, sigraði David Perude í forvali í ríkinu en Trump studdi Perdue. Þetta gæti reynst Trump dýrt, pólitískt séð.

Honum er meinilla við Kemp eftir að hann neitaði að fara að kröfum Trump um að „finna“ atkvæði í ríkinu eftir forsetakosningarnar 2020 til að tryggja sigur Trump í ríkinu en hann hélt því fram að rangt hefði verið haft við í kosningunum. Trump gerði allt sem hann gat til að koma í veg fyrir að Kemp yrði frambjóðandi flokksins til ríkisstjóraembættisins í haust en það mistókst hrapalega. Kemp fékk rúmlega 70% atkvæða en Perude rétt rúmlega 20%.

Trump hafði stutt Perude í gegnum Save America kosningasjóð sinn og lagt framboði hans til 2,64 milljónir dollara. Stjórnmálaskýrendur segja að þetta geri ósigurinn enn sársaukafyllri fyrir Trump.

Pence berst gegn Trump

New York Times segir að ósigrar Trump í forvali flokksins hafi sannfært aðra forystumenn flokksins um að hægt sé að velta honum af stalli sem væntanlegum forsetaframbjóðanda 2024.

Meðal þeirra er Mike Pence, sem var varaforseti Trump, sem mætti á kosningafund í Georgíu og studdi Kemp. Hann gerði öllum það ljóst að hann tilheyrir þeim væng flokksins sem er á móti Trump.

Mike Pence.

 

 

 

 

 

 

Það er því ljóst að hörð barátta er í gangi innan flokksins.

En óvinir Trump eiga ekki að ofmetnast að sögn Jim Hobart ráðgjafa hjá Repúblikanaflokknum. Í samtali við New York Times sagði hann að Trump eigi enn 100 milljónir dollara í kosningasjóðum og stóran hóp traustra stuðningsmanna.

Samsæriskenningar og deilur

Það sýndi sig berlega í síðustu viku að áhrif Trump innan flokksins eru enn mikil þó þau kunni kannski að fara þverrandi.

Marjorie Taylor Greene sigraði til dæmis örugglega í kjördæmi sínu í Georgíu þrátt fyrir að þingferill hennar hafi fram að þessu einkennst af samsæriskenningum og deilum við hófsamari Repúblikana.

Marjorie Taylor Greene hefur verið uppi á kant við marga innan flokksins. Skjáskot/YouTube

 

 

 

 

 

 

Stjórnmálaskýrendur segja að sigur hennar sýni að víglínan innan flokksins sé undir miklum þrýstingi frá frambjóðendum sem eru svo öfgasinnaðir að meira að segja Trump hafi þurft að staldra við. Þetta á til dæmis við í Pennsylvania þar sem hinn mjög svo hægrisinnaða Kathy Barnett bauð sig fram. Hún fékk um 24% atkvæða í forvalinu en það dugði ekki til sigurs. Hún hefur talað niðrandi um samkynhneigða og múslima. Hún tók þátt í mótmælunum sem enduðu með árásinni á þinghúsið í Washington í janúar á síðasta ári. Trump varaði kjósendur sína nýlega við að kjósa hana og sagði hana of öfgasinnaða til að geta sigrað í kosningunum í nóvember. En stuðningsmenn hans kusu hana samt.

James Hohmann, pistlahöfundur, segir í grein í Washington Post að þetta sé merki um að Trump sé að missa tökin á hægri væng flokksins. „Trumpisminn er nú að taka fram úr Donald Trump. Forsetinn fyrrverandi hefur sleppt lausum kröftum sem geta af sér frambjóðendur sem eru róttækari en hann, hafa minni áhuga á lýðræðislegum gildum og munu til langs tíma litið stýra Repúblikanaflokknum eftir vegi sem Trump hafði ekki séð fyrir sér,“ skrifaði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Góðavondafólkið

Steinunn Ólína skrifar: Góðavondafólkið
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótaávarp

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótaávarp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 1 viku

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Boða til blaðamannafundar á morgun

Boða til blaðamannafundar á morgun