fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Nýr meirihluti í Reykjanesbæ – Kjartan áfram bæjarstjóri og áhersla lögð á uppbyggingu

Eyjan
Fimmtudaginn 2. júní 2022 14:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýr meirihluti tekur við í Reykjanesbæ á bæjarstjórnarfundi þann 7. júní næst komandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fulltrúum meirihlutans, Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur oddvita Framsóknar, Friðjóns Einarssonar oddvita Samfylkingarinnar og Valgerðar Pálsdóttur oddvita Beinnar leiðar.

Helstu áhersluatriði nýs meirihluta eru „að viðhalda kröftugri uppbyggingu og horfa til framtíðar. Mikil fólksfjölgun og breytt samfélagsmynstur kallar á aukna þjónustu og hraða uppbyggingu innviða. Brýnt er að mæta þeirri þörf en í senn að tryggja áfram trausta fjármálastjórn.“

Málefnasamningur var undirritaður í morgun klukkan 11:30.

Kjartan Már Kjartansson verður áfram bæjarstjóri og Friðjón Einarsson oddviti Samfylkingar verður formaður bæjarráðs fyrri hluta kjörtímabils og svo mun Halldóra Fríða taka við af honum. Halldóra verður fram að því forseti bæjarstjórnar.

„Meirihlutinn mun leiða mikilvæg verkefni á næstu árum í góðu samstarfi við fulltrúa allra flokka í bæjarstjórn og íbúa Reykjanesbæjar. Það eru bjartir tímar framundan og saman munum við gera gott samfélag enn betra.

Reykjanesbær er eitt stærsta fjölmenningarsamfélag landsins, tækifærin sem felast í því eru fjölmörg. Nýr meirihluti mun vinna markvisst að því að efla samstarf við atvinnulífið og félagasamtök í bænum með það fyrir augum að samfélagið allt styðji þá aðila, sem kjósa að setjast hér að, til virkni í samfélaginu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur