fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Eyjan

Elín segir ríkisstjórnina hafa verið í lífshættu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 31. maí 2022 07:50

Ríkisstjórnin

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega þreytti ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, nýja eldraun og hékk „líf“ ríkisstjórnarinnar á bláþræði. Fyrst var það Íslandsbankamálið og síðan fyrirhugaður brottflutningur 250 flóttamanna úr landi sem gerði ríkisstjórninni erfitt fyrir.

Þetta er umfjöllunarefni leiðara Fréttablaðsins í dag en hann skrifar Elín Hirst. Er fyrirsögn hans „Stjórn í lífsháska“. Fyrst rifjar Elín upp Íslandsbankamálið og segir klúður fyrsta orðið sem kemur upp í hugann þegar það mál er skoðað. „Sérmeðferð fárra útvalinna í fjármálakerfinu og útdeiling hraðgróðatækifæra vakti upp alvarlegar spurningar meðal almennings um hvort viðskiptahættir á árunum í kringum bankahrunið væru snúnir aftur,“ segir hún og bendir á að málinu sé alls ekki lokið. Ríkisendurskoðun og fjármálaeftirlitið séu nú að reyna að kafa ofan í það. „Hvort eitthvað kemur út úr þeim rannsóknum sem máli skiptir er allsendis óvíst. Tíminn verður að leiða það í ljós,“ segir hún.

Næst víkur hún að brottvísun 250 flóttamanna frá landinu. „Þessi stóri hópur hælisleitenda hafði dvalið á Íslandi mun lengur en venja er vegna Covid-19. Fjölskyldur voru að sjálfsögðu farnar að festa hér rætur, börn höfðu fæðst og önnur byrjað í leik- eða grunnskóla,“ segir Elín og segir síðan að greinilega hafi soðið upp úr á ríkisstjórnarfundi að morgni 24. maí. Venjulega hvílir leynd yfir því sem fram fer á ríkisstjórnarfundum en ósættið kom berlega í ljós þennan dag:

„Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kom á Fréttavaktina á Hringbraut og sagði að verið væri að skoða samsetningu hópsins. Síðan leið tæpur klukkutími. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra mætti í Kastljós og lýsti því yfir að samstaða væri um verklag í málinu. En þá skapaðist aftur „lífshættulegt“ ástand innan stjórnarinnar aðeins nokkrum vikum eftir Íslandsbankauppákomuna. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra fékk greinilega nóg við að hlusta á ummæli dómsmálaráðherra. Guðmundur ákvað að rjúfa hinn hefðbundna trúnað sem ríkir á ríkisstjórnarfundum, mætti í beina útsendingu í tíu fréttum Sjónvarpsins og sagði hug sinn í málinu.“

Hún lýkur síðan leiðaranum með þessu orðum: „Í kjölfarið lýsti dómsmálaráðherra því yfir að fjölskyldufólk yrði ekki sent í flóttamannabúðir í Grikklandi. En nægir sú yfirlýsing? Hvað með þá sem eiga til dæmis fötluð börn sem eru orðin 18 ára, eins og írönsk fjölskylda sem verið hefur í fréttum? Flóttamannamálinu er hvergi nærri lokið, fremur en Íslandsbankamálinu og það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig ríkisstjórnin leysir úr þeim.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”