fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Eyjan

Atvinnuleyfum fyrir leigubifreiðaakstur fjölgað um 100

Eyjan
Föstudaginn 27. maí 2022 14:53

Sigurður Ingi Jóhannsson Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hefur ákveðið að fjölga atvinnuleyfum fyrir leigubifreiðaakstur um 100 á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, takmörkunarsvæði I. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins en breytingarnar eru gerðar til að koma til móts við óskir í samfélaginu um meiri þjónustu á leigubifreiðamarkaði. Ráðherra hefur staðfest breytingu á reglugerð um leigubifreiðar (nr. 397/2003), sem tekur gildi á næstu dögum.

Með breytingunni verða atvinnuleyfin á þessu svæði 680 talsins. Um er að ræða mestu fjölgun atvinnuleyfa í einu frá því að lög um leigubifreiðar voru sett árið 2001 (nr. 134/2001).

Samgöngustofa, sem samkvæmt lögum skal meta tillögur að breytingum af þessu tagi, gerði ekki athugasemd við að fjölga leyfum á takmörkunarsvæði I. Á hinn bóginn taldi stofnunin ekki ástæðu til að fjölga atvinnuleyfum á öðrum takmörkunarsvæðum, þar sem leyfum var nýlega fjölgað á svæði III og þar sem atvinnuleyfi, sem í boði eru á svæði II, eru ekki fullnýtt.

Úthlutun nýrra atvinnuleyfa er fyrirhuguð á næstu vikum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitískasta þversögnin á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitískasta þversögnin á Íslandi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lætur fyrrum valdaflokka „í flókinni tilvistarkreppu“ heyra það – „Sú umræða snerist auðvitað ekkert um tappa“

Lætur fyrrum valdaflokka „í flókinni tilvistarkreppu“ heyra það – „Sú umræða snerist auðvitað ekkert um tappa“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn gamaldags og þungur – ég er rétta manneskjan til að takast á við krísuna

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn gamaldags og þungur – ég er rétta manneskjan til að takast á við krísuna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir: Krónan kostar íslensk heimili 250 þúsund krónur á mánuði – heildarkostnaður 500 milljarðar á ári

Sigmundur Ernir: Krónan kostar íslensk heimili 250 þúsund krónur á mánuði – heildarkostnaður 500 milljarðar á ári
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna: Stjórnkerfið svifaseint, snýst um sjálft sig og vinnur gegn kjörnum fulltrúum fólksins

Áslaug Arna: Stjórnkerfið svifaseint, snýst um sjálft sig og vinnur gegn kjörnum fulltrúum fólksins