fbpx
Laugardagur 16.nóvember 2024
Eyjan

Orðið á götunni – Ekki víst að karlarnir berjist einir um borgarstjórastólinn

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 26. maí 2022 19:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meirihlutaviðræður í Reykjavíkurborg milli Samfylkingar, Framsóknarflokksins, Pírata og Viðreisnar eru í fullum gangi og bíða kjósendur og áhugafólk um stjórnmál tíðinda. Þrátt fyrir að oddvitar flokkanna hafi sagt að viðræðurnar snúist um málefnin þá er það ekkert leyndarmál að hart verður bitist um sjálfan borgarstjórastólinn. Flestir hafa gert ráð fyrir því að Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, eða Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, hirði stólinn að öllu leyti eða skipti honum með sér með einhverjum hætti.

Það þarf þó ekki að fara svo heldur gæti vel verið að Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, geri kröfu um að gegna embættinu eftirsótta. Dóra Björt hefur sjálft bent á að Píratar voru eini flokkurinn í meirihlutanum sem bætti við sig fylgi í nýafstöðnum kosningum. Greinilegt er að hún er full sjálfstrausts og sigurreif eftir kosningarnar og því fullkomlega rökrétt skref að hún og borgarstjórnarfulltrúar flokksins vilji fá eitthvað fyrir sinn snúð. Hvort að stóllinn stóri hafist skal ósagt látið en reikna má með að Píratar fái eftirsótt embætti í sinn hlut, til dæmis formennsku í Borgarráði.

En málefnin skipta svo sannarlega máli og sérstaklega fyrir Einar Þorsteinsson og hans fólk. Framsóknarflokkurinn lofaði breytingum í kosningabaráttunni en er að ganga inn í meirihlutasamstarf sem vill helst halda áfram á sömu braut. Ef kjósendur verða ekki varir við neinar áherslubreytingar gæti það haft slæmar pólitískar afleiðingar fyrir Einar.

Líklegt má því telja að Framsóknarflokkurinn leggi höfuðáherslu á að ná í gegn einhverjum afar sýnilegum sigrum sem hægt er að hreykja sér af. Þar gæti aukin uppbygging íbúðarhúsnæðis í úthverfum verið mikilvægt skref sem og ef farið yrði af stað með lagningu Sundabrautar á kjörtímabilinu. Það mannvirki gæti orðið skrautfjöður Framsóknarflokksins í Reykjavík enda hefur núverandi meirihluti ekki haft nokkurn áhuga á verkefninu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Svarthöfði: Þórðargleði

Svarthöfði: Þórðargleði
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Kosningar: Ekki bara útlendingar sem taka þátt í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi

Kosningar: Ekki bara útlendingar sem taka þátt í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Marta er ítrekað spurð „Hefur þú ekkert að gera?” – Raunin er önnur

Marta er ítrekað spurð „Hefur þú ekkert að gera?” – Raunin er önnur
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni