fbpx
Föstudagur 10.janúar 2025
Eyjan

Ármann hættir eftir 10 ár sem bæjarstjóri og 24 ár í bæjarstjórn

Eyjan
Miðvikudaginn 25. maí 2022 13:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ármann Kr. Ólafsson hélt sína síðustu ræðu í bæjarstjórn Kópavogs á 1258.fundi bæjarstjórnar, sem haldinn var þriðjudaginn 24. maí og var síðasti fundur kjörtímabilsins. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ er minnt á það að Ármann á að baki 24 ár í bæjarstjórn og 10 ár í sem bæjarstjóri Kópavogs.

Ármann var kjörinn í bæjarstjórn Kópavogs árið 1998 og á því um 480 fundi í bæjarstjórn að baki. Á ferlinum hefur hann setið í bæjarráði, atvinnumálanefnd, menntaráði og framkvæmdaráði. Þá hefur hann verið formaður skipulagsnefndar, félagsmálaráðs og skólanefndar Kópavogs, og verið forseti bæjarstjórnar. Hann hefur setið í hafnarstjórn og verið hafnarstjóri frá 2018.

Í sinni síðustu ræðu nýtti Ármann tækifærið og rifjaði upp ýmsar breytingar á bænum og starfsemi hans en íbúar voru tæp 20.000 þegar hann náði kjöri og hefur bærinn því tvöfaldast að stærð og umfang stjórnsýslu vaxið sem því nemur auk þess að fleiri verkefni hafa færst til sveitarfélaganna en áður var.

Ármann þakkaði samstarfsfólki í gegnum tíðina fyrir samstarfið og minntist með hlýju þeirra bæjarstjóra sem hann starfaði með sem bæjarfulltrúi, en það eru þau Sigurður Geirdal, Hansína Á Björgvinsdóttir, Gunnar Birgisson, Gunnsteinn Sigurðsson og Guðrún Pálsdóttir.

Ármann, sem varð oddviti Sjálfstæðisflokksins árið 2010, var kjörinn bæjarstjóri Kópavogs 14. febrúar 2012 af meirihluta Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Lista Kópavogsbúa.

Hann var svo bæjarstjóri í meirihluta Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar 2014 til 2018 og meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks 2018 til 2022.

Fleiri bæjarfulltrúar nýttu fundinn til að kveðja en þetta var einnig síðasti fundur Birkis Jóns Jónssonar, Jóns Finnbogasonar, Margrét Friðriksdóttir, Pétur Hrafn Sigurðarsonar og Einars Þorvarðarsonar sem reyndar er varabæjarfulltrúi í þeirri bæjarstjórn sem nú tekur við.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bjarni hættir sem formaður Sjálfstæðisflokksins og tekur ekki sæti á þingi

Bjarni hættir sem formaður Sjálfstæðisflokksins og tekur ekki sæti á þingi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Íbúar í áfalli og vilja fella ferlíkið – „Valdníðslan“ sérlega óprúttin í ljósi þess hverjir búa við Árskóga

Íbúar í áfalli og vilja fella ferlíkið – „Valdníðslan“ sérlega óprúttin í ljósi þess hverjir búa við Árskóga
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótauppgjör

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótauppgjör
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Stefán Einar besta valið í formannsstól Sjálfstæðisflokksins – „Ég myndi setja allan peninginn minn undir“

Segir Stefán Einar besta valið í formannsstól Sjálfstæðisflokksins – „Ég myndi setja allan peninginn minn undir“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Katrín Jak gerir upp árið – „Svo sannarlega má segja um þetta ár að það hafi markað tímamót“

Katrín Jak gerir upp árið – „Svo sannarlega má segja um þetta ár að það hafi markað tímamót“