Fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson, væri frekar til í að eyða kvöldinu með Ingólfi Þórarinssyni, veðurguð, heldur en sósíalistanum Gunnari Smára Egilssyni. Þetta kom fram í hlaðvarpinu Ein pæling í vikunni og Íslands í dag fjallaði um í gærkvöldi.
Þáttastjórnandi, Þórarinn Hjartarson, spurði ráðherrann: „Gunnar Smári eða Ingó Veðurguð?“ og svaraði Bjarni þá:
„Æj ég myndi velja Ingó veðurguð. Ég myndi biðja hann að taka gítarinn og bara þú veist…. að reyna að hafa góða kvöldstund með Gunnari Smára, ég held að það sé fyrirfram dauðadæmt.“
Bjarni Ben vill eiga kvöldverð með Ingó FKN í stað Gunnari Smára 😬 pic.twitter.com/y0ozY93JZt
— Sigurður Ingi Ricardo (@Ziggi92) May 23, 2022
Vísar Bjarni líklega til þess að köldu hefur lengi andað milli hans og Gunnars Smára, en sá síðarnefndi hefur ekki hikað við að gagnrýna ráðherrann fyrir störf hans og stöðu.
Nýlega rakti Gunnar Smári „feril“ Bjarna í grein í tilefni að skoðanakönnun sem sýndi fram á að tæplega 30% landsmanna treysti ráðherranum.
„Aldrei áður hefur vantraust á stjórnmálamann mælst 71%. Jafnvel þótt við leituðum til annarra landa er hæpið að við finnum viðlíka höfnun þjóðar á nokkrum stjórnmálamanni“