fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Eyjan

Hildur Björns rýfur þögnina – Gefur lítið fyrir klækjastjórnmál „þrjóskubandalagsins“ og segir Framsóknarflokkinn eiga aðra kosti

Eyjan
Mánudaginn 23. maí 2022 15:16

Hildur Björnsdóttir. Skjáskot/Hringbraut.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, hefur lítið álit kosningabandalagi Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar. Hildur hefur haldið sér til hlés í umræðunni síðustu daga en í nýjum pistli á Facebook-síðu sinnar hjólar hún í áðurnefnt bandalag sem hún uppnefnir „þrjóskubandalagið“.

„Niðurstöður nýafstaðinna borgarstjórnarkosninga voru skýrar. Meirihlutinn féll með afgerandi hætti. Þeir flokkar sem stóðu utan sitjandi meirihluta fengu nær 60% kosningu. Kjósendur kölluðu eftir breytingum. Úr kjörkössunum birtist jafnframt skýrt ákall á breytt stjórnmál. Klækjastjórnmálum úr Ráðhúsi Reykjavíkur var hafnað. Nákvæmlega sömu klækjastjórnmálum og þrjóskubandalag Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata beitir nú við meirihlutaviðræður. Bandalagið þráskallast við að halda völdum sem kjósendur vilja ekki fela þeim lengur – með útilokunum og þvingunum. Það getur tæplega talist upptaktur að farsælu samstarfi fyrir Framsóknarflokkinn,“ skrifar Hildur.

Þá bendir hún á að Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, og hans samherjar eigi aðrar kosti í stöðunni en að undirgangast slíkar „þvinganir“ en þar vísar hún til þess að Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, sló aðrar hugmyndir en samstarf við Samfylkinguna og Pírata útaf borðinu og skyldi þar með Framsóknarflokkinn eftir með fáa leiki í stöðunni.

„Það eru margir möguleikar á borðinu við myndun meirihluta. Ekki síst ef flokkarnir velja að svara ákalli kjósenda eftir málefnalegum stjórnmálum og aukinni samvinnu um mikilvæg framfaramál. Sjálfstæðisflokkurinn er reiðubúinn til samtals við alla flokka um verkefni næsta kjörtímabils. Við gengum óbundin til kosninga, boðuðum breytingar og vorum heiðarleg gagnvart okkar kjósendum. Nú reynir á Framsóknarflokkinn – og auðvitað alla flokka innan borgarstjórnar – að hafa hugrekkið til að svara ákalli kjósenda eftir breyttum stjórnmálum,“ skrifar Hildur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitískasta þversögnin á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitískasta þversögnin á Íslandi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lætur fyrrum valdaflokka „í flókinni tilvistarkreppu“ heyra það – „Sú umræða snerist auðvitað ekkert um tappa“

Lætur fyrrum valdaflokka „í flókinni tilvistarkreppu“ heyra það – „Sú umræða snerist auðvitað ekkert um tappa“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn gamaldags og þungur – ég er rétta manneskjan til að takast á við krísuna

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn gamaldags og þungur – ég er rétta manneskjan til að takast á við krísuna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir: Krónan kostar íslensk heimili 250 þúsund krónur á mánuði – heildarkostnaður 500 milljarðar á ári

Sigmundur Ernir: Krónan kostar íslensk heimili 250 þúsund krónur á mánuði – heildarkostnaður 500 milljarðar á ári
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna: Stjórnkerfið svifaseint, snýst um sjálft sig og vinnur gegn kjörnum fulltrúum fólksins

Áslaug Arna: Stjórnkerfið svifaseint, snýst um sjálft sig og vinnur gegn kjörnum fulltrúum fólksins