fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Eyjan

Slíta viðræðum við Vini Mosfellsbæjar

Eyjan
Laugardaginn 21. maí 2022 14:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framsókn, Samfylking og Viðreisn í Mosfellsbæ hafa slitið viðræðum við Vini Mosfellsbæjar um myndun meirihluta. Viðræðum án Vina Mosfellsbæjar hefur verið haldið áfram og ganga þær, að sögn, vel. Þetta kemur fram í tilkynningu.

„Viðræður Framsóknar, Samfylkingar, Viðreisnar og Vina Mosfellsbæjar um myndun meirihluta í Mosfellsbæ hófust í vikunni. Það var eindreginn vilji til þess að láta á það reyna að mynda meirihluta með þátttöku allra þessara framboða. Viðræður leiddu hins vegar í ljós að ekki er til staðar sá samhljómur sem við teljum nauðsynlegan. Þar af leiðandi hefur verið tekin sú erfiða ákvörðun að slíta viðræðum við Vini Mosfellsbæjar. Framsókn, Viðreisn og Samfylkingin héldu áfram viðræðum í dag og hafa þær gengið mjög vel. Við vonumst til þess að geta átt gott samstarf á komandi kjörtímabili við alla flokka til hagsbóta fyrir alla Mosfellinga.“

Undir tilkynningu skrifa Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknar í Mosfellsbæ, Lovísa Jónsdóttir, oddviti Viðreisnar í Mosfellsbæ og Anna Sigríður Guðnadóttir oddviti Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ.

Ljóst er að Framsókn, sem er með fjóra bæjarfulltrúa, ásamt Samfylkingu og Viðreisn sem hvort um sig er með einn fulltrúa geta myndað minnsta mögulega meirihluta í Mosfellsbæ með sex bæjarfulltrúa.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjóra menn kjörna og Vinir Mosfellsbæjar einn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitískasta þversögnin á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitískasta þversögnin á Íslandi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lætur fyrrum valdaflokka „í flókinni tilvistarkreppu“ heyra það – „Sú umræða snerist auðvitað ekkert um tappa“

Lætur fyrrum valdaflokka „í flókinni tilvistarkreppu“ heyra það – „Sú umræða snerist auðvitað ekkert um tappa“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn gamaldags og þungur – ég er rétta manneskjan til að takast á við krísuna

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn gamaldags og þungur – ég er rétta manneskjan til að takast á við krísuna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir: Krónan kostar íslensk heimili 250 þúsund krónur á mánuði – heildarkostnaður 500 milljarðar á ári

Sigmundur Ernir: Krónan kostar íslensk heimili 250 þúsund krónur á mánuði – heildarkostnaður 500 milljarðar á ári
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna: Stjórnkerfið svifaseint, snýst um sjálft sig og vinnur gegn kjörnum fulltrúum fólksins

Áslaug Arna: Stjórnkerfið svifaseint, snýst um sjálft sig og vinnur gegn kjörnum fulltrúum fólksins