Vinstri græn ætla ekki að sækjast eftir að vera í nýjum meirihluta en fulltrúar hinna flokkanna hafa ákveðið að vera samstíga í þeim viðræðum sem eru fram undan.
Píratar vilja ekki starfa með Sjálfstæðisflokknum og því nokkuð ljóst að flokkarnir þrír þurfa að leita til Framsóknarflokksins. Fréttablaðið segir að Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, hafi fundað með að minnsta kosti fjórum oddvitum annarra borgarstjórnarflokka í gær. Þeirra á meðal voru Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, og Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins.
Á Fréttavaktinni á Hringbraut í gærkvöldi sagði Einar að Framsóknarflokkurinn væri með mjög skýrt umboð til pólitískrar forystu.