fbpx
Föstudagur 10.janúar 2025
Eyjan

Segir ekki klókt fyrir Framsókn að vinna eingöngu til hægri

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 16. maí 2022 13:05

Einar Þorsteinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég heyri að Samfylking, Píratar og Viðreisn ætla að fylgjast að í viðræðum næstu daga. Ef Viðreisn fer ekki í meirihluta með Sjálfstæðisflokki, Framsókn og Flokki fólksins er vandséð hvernig D getur komist í meirihluta. Ef S+C+P eru blokk er líklegast að B semji við þá blokk um meirihluta,“ segir Ólafur Þ Harðarson stjórnmálafræðingur í stuttu viðtali við DV um þá möguleika sem nú eru á skákborði stjórnmálanna í Reykjavík eftir kosningaúrslit helgarinnar.

Ólafur segist telja að engar formlegar stjórnarmyndunarviðræður séu hafnar, eingöngu séu þreifingar í gangi. Ólafur segir enn fremur að sú yfirlýsing Viðreisnar að útiloka ekki samstarf til hægri, sem gefin var út eftir yfirlýsingu Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar um að halda hópinn í viðræðum næstu daga, opni á nýja möguleika:

„Það skiptir miklu máli, þá lifir enn möguleikinn D+B+F+C. En samt áhugavert að S+C+P byrji á viðræðum við B. Sérstaklega ef það er fyrsti kostur C.“

Einn af mörgum meirihlutamyndunarmöguleikum í stöðunni er samstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins, sem hefði 12 borgarfulltrúa af 23. Ólafur bendir hins vegar á að það væri kannski ekki klók niðurstaða fyrir Framókn að vinna til hægri miðað við þá áherslu sem flokkurinn hefur, að vera miðjuflokkur:

„Framsókn hefur lagt áherslu á að þeir séu miðjuflokkur. Það hefur sögulega séð þýtt að þeir hafa unnið bæði til hægri og vinstri í ríkisstjórnum og sveitarstjórnum. Í Reykjavík hafa þeir bara unnið til vinstri, nema þegar Björn Ingi vann með D (og það dugði ekki lengi). Núna er B með D í ríkisstjórn og hefur verið með D í meirihluta í Kópavogi og í Hafnarfirði. Vilji B styrkja miðju-ímynd sína gæti verið strategískt hjá þeim að halla sér til vinstri í Reykjavík – og jafnvel hugsa sér til hreyfings í Hafnarfirði. Sigurður Ingi hefur sagt kosningasigra B síðasta haust og núna starfa af því að kjósendur vilji miðjustjórnmál. Vilji B halda þeirri ímynd er ekki klókt fyrir flokkinn að vinna bara til hægri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bjarni hættir sem formaður Sjálfstæðisflokksins og tekur ekki sæti á þingi

Bjarni hættir sem formaður Sjálfstæðisflokksins og tekur ekki sæti á þingi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Íbúar í áfalli og vilja fella ferlíkið – „Valdníðslan“ sérlega óprúttin í ljósi þess hverjir búa við Árskóga

Íbúar í áfalli og vilja fella ferlíkið – „Valdníðslan“ sérlega óprúttin í ljósi þess hverjir búa við Árskóga
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótauppgjör

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótauppgjör
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Stefán Einar besta valið í formannsstól Sjálfstæðisflokksins – „Ég myndi setja allan peninginn minn undir“

Segir Stefán Einar besta valið í formannsstól Sjálfstæðisflokksins – „Ég myndi setja allan peninginn minn undir“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Katrín Jak gerir upp árið – „Svo sannarlega má segja um þetta ár að það hafi markað tímamót“

Katrín Jak gerir upp árið – „Svo sannarlega má segja um þetta ár að það hafi markað tímamót“