Fréttablaðið skýrir frá þessu. Hefur blaðið eftir Drífu Snædal, formanni ASÍ, að sambandið vilji fara mjög hægt í sakirnar í vaxtahækkunum því þær hafi ríka tilhneigingu til að auka verðbólgu þegar auknum fjármagnskostnaði er velt út í verðlagið.
Drífa benti á að AGS telji húsnæðismál vera stærsta viðfangsefnið og hafi sendinefndin væntanlega hlustað á ASÍ og fleiri.
Í skýrslu ASG kemur fram að sjóðurinn hafi áhyggjur af komandi kjarasamningum. Hvað það varðar sagði Drífa að hún telji að AGS eig að láta aðilum vinnumarkaðarins eftir að semja um kaup og kjör.