Fylgi Samfylkingarinnar mælist nú 31% en hann fékk rúmlega 20% í síðustu kosningum. Það virðist sem Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti flokksins og fyrrum bæjarstjóri og ráðherra, heilli Hafnfirðinga því 34% þeirra vilja sjá hann taka við bæjarstjóraembættinu að kosningum loknum.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist 34% sem er sama hlutfall og í síðustu kosningum en samt sem áður missir flokkurinn einn bæjarfulltrúa ef niðurstöður kosninganna verða á þessa leið.
Fylgi Framsóknarflokksins mælist 9% en það er einu prósentustigi meira en í síðustu kosningum.
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur mynda núverandi meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Fylgi Viðreisnar og Pírata mælist 7% og fær hvor flokkur einn bæjarfulltrúa kjörinn ef niðurstöður kosninganna verða þessar. Píratar eru ekki með bæjarfulltrúa í dag.
Meirihlutinn myndi því falla á einum fulltrúa ef þetta verða niðurstöður kosninganna.
Nánar er hægt að lesa um niðurstöður könnunarinnar á vef Fréttablaðsins.