Opinn fundur verður haldinn í dag, kl. 16:30, um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Að fundinum stendur Jóhannes Loftsson hjá Ábyrgri framtíð, en flokkurinn býður fram til borgarstjórnarkosninganna um næstu helgi.
Fundurinn verður haldinn á Icelandic Air Hotel Natural, sem staðsett er rétt hjá flugvellinum.
Kári Kárason flugstjóri mun ræða um tækniframfarir sem munu breyta flugheiminum. Matthías Arngrímsson flugstjóri ræðir um áhrif lokunar Reykjavíkurflugvallar í stærra samhengi og Jóhannes Loftsson, verkfræðingur og oddviti Ábyrgrar framtíðar í Reykajvík, flytur erindið: Aðdragandi lokunar neyðarbrautarinnar og horfur fyrir Reykjavíkurflugvöll. Hvernig björgum við vellinum?