Sumir ráku upp stór augu þegar þeir sáu Framsókn í Hafnarfirði auglýsa eitt af sínum stefnumálum, að fullgilda samning sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
Stóru augun má rekja til þess að samningurinn var fullgiltur í september árið 2016. Hins vegar á eftir að klára að lögfesta samninginn en lögfesting hefur verið í undirbúningi nokkra hríð.
Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, vekur athygli á auglýsingu Framsóknar á Twitter þar sem hann bendir á að samningurinn hafi þegar verið fullgiltur en fyrir utan það eigi fullgilding alþjóðasamninga sér ekki stað á sveitarstjórnarstiginu.
„Framsókn er grínframboðið í ár“
*samningur SÞ um réttindi fatlaðs fólks
– afsakið þetta, passa framvegis.
— Jóhann Páll 🔴 (@JPJohannsson) May 9, 2022
Helga Vala Helgadóttir, þingman Samfylkingar, benti einnig á málið.
Framsókn í Hafnarfirði birt fyrir helgi punkta um baráttumál sín fyrir kosningar og má þar einnig finna punkt um fullgildingu samningsins.
Ljóst er þó að við lögfestingu á samningnum og innleiðingu í íslenskt lagaumhverfi munu mikið reyna á sveitarfélögin, enda bera þau ábyrgð á skipulagi og framkvæmd þjónustu við fatlað fólk. Innleiðing á samningnum mátti meðal annars finna í stjórnarsáttmála Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar fyrir kjörtímabilið 2018-2022 og svo aftur í núverandi stjórnarsáttmála sömu flokka.