Í skoðanakönnun sem Gallup framkvæmdi í apríl reynast aðeins 47% aðspurðra styðja núverandi ríkisstjórn en voru 61% í mars. Mjög hefur fjarað undan stuðningi bæði við ríkisstjórnina sjálfa og ríkisstjórnarflokkana.
19,8% segjast núnu myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn í alþingiskosningum en flokkurinn fékk 24,% fylgi í alþingiskosningunum í haust og 22,7% í skoðanakönnun fyrir mars.
Framsóknarflokkurinn er ekki langt frá kjörfylgi og lækkar þó, fær 15,6% í stað 17,3% í kosningunum. Í skoðanakönnun fyrir mars var Framsókn með 18%.
Píratar bæta hressilega við sig ef miðað er við kjörfylgi og fara úr 8,6% upp í 14,5%.
Samfylkingin eykur líka við sig og fer úr 9,9% upp í 13,7%.
VG tapar fylgi frá kosningum, fer úr 12,6% niður í 10,1%.
Viðreisn bætir við sig miðað við síðustu kosningar og fer úr 8,3% upp í 9,6%.
Flokkur fólksins dalar dálítið og lækkar úr 8,9% niður í 7,7%.
Sósíalistaflokkurinn og Miðflokkurinn næðu ekki fólki á þing miðað við þessa niðurstöðu og eru báðir flokkar með á milli 4 og 5%.