fbpx
Mánudagur 31.mars 2025
Eyjan

Hildur segist vera með 90% mætingu á borgarstjórnarfundi

Eyjan
Þriðjudaginn 3. maí 2022 18:34

Hildur Björnsdóttir. Skjáskot/Hringbraut.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir að maður komi í manns stað í Sjálfstæðisflokknum og að hún sé með afar góða mætingu á borgarstjórnarfundi þrátt fyrir að hafa verið fjarverandi að undanförnu til að sinna kosningabaráttu flokksins í borginni.

„Ég hef að undanförnu lagt nótt við dag í baráttunni um borgina. Ég er að vanda mig, legg allt í sölurnar og ætla mér að ná góðum árangri með félögum mínum í Sjálfstæðisflokknum. Ég er svo lánsöm að starfa með vel skipuðum borgarstjórnarhópi þar sem maður kemur í manns stað og félagar mínir hafa leyst mig af á síðustu fundum borgarstjórnar, sem haldnir eru tvisvar í mánuði. Ég legg metnað minn og hjarta í starfið og hef mætt samviskusamlega til funda allt kjörtímabilið – en mæting mín í borgarstjórn frá árinu 2018 fram að kosningabaráttu hefur verið um 90%. En nú vil ég fara að ræða málefni borgarinnar. Þá umræðu tek ég óhrædd og hlakka til að halda áfram samtalinu við kjósendur,“ skrifar Hildur í stuttri yfirlýsingu á Facebook-síðu sína.
Tilefnið er frétt Vísis fyrr í dag þar sem fram kom að Hildur hefur verið fjarverandi frá borgarstjórnarfundum síðan í febrúar. Hún mætti síðast á fund þann 15. febrúar síðastliðinn en síðan hafa farið fram fjórir borgarstjórnarfundir, þar af einn aukafundur, auk þess sem sá fimmti fór fram í dag og stendur enn yfir. Hefur Hildur kallað til varamann á þessa fundi til þess að einbeita sér að baráttunni sem lýkur þann 14. maí næstkomandi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sporin hræða

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sporin hræða
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Diljá Mist: „Ástandið er orðið gjörsamlega stjórnlaust víða og það kemur nákvæmlega til út af þessu“

Diljá Mist: „Ástandið er orðið gjörsamlega stjórnlaust víða og það kemur nákvæmlega til út af þessu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kristrún lét stjórnarandstöðuna heyra það í óundirbúnum fyrirspurnartíma – „Ég ætla bara að biðja fólk að gæta orða sinna“

Kristrún lét stjórnarandstöðuna heyra það í óundirbúnum fyrirspurnartíma – „Ég ætla bara að biðja fólk að gæta orða sinna“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg Hilmisdóttir: Kannski er mér kennt um að Sjálfstæðisflokkurinn komst ekki til valda

Heiða Björg Hilmisdóttir: Kannski er mér kennt um að Sjálfstæðisflokkurinn komst ekki til valda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tengdamóðirin var í sambandi við Áslaugu Örnu

Orðið á götunni: Tengdamóðirin var í sambandi við Áslaugu Örnu