fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Eyjan

Sólveig Anna opinberar hversu margir sóttu um störf á skrifstofunni – „Átökin hafa verið hörð og erfið, en þau eru þess virði“

Eyjan
Sunnudaginn 1. maí 2022 12:38

Sólveig Anna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur nú greint frá því hversu margar umsóknir hafa borist um störf á skrifstofu Eflingar, en hópuppsögn þar sem öllu starfsfólki var sagt upp tók gildi í dag og voru öll störf, sem ekki voru lögð niður, auglýst.

Hún greinir frá þessu í færslu á Facebook þar sem hún sendir félögum Eflingar baráttukveðjur á verkalýðsdeginum.

„Umsóknarfrestur á störfum rann út í gær og alls bárust um það bil 250 umsóknir. Nú hefst vinnan við að skoða þær og meta.“

Sólveig Anna segir að nú um mánaðamót hafi það verið áskorun á skrifstofunni að tryggja grunnþjónustu við félagsfólk sökum fjölda þeirra starfsmanna sem nú er í veikindaleyfi, eða eins og Sólveig kallar það „fjölda-veikindi starfsfólk“, en það hafi þó tekist.

„Stjórn setti í forgang að sjúkradagpeningar yrðu greiddir út enda eru þeir ein mikilvægustu réttindi verka- og láglaunafólks, sem vegna lágra launa á lítinn eða engan sparnað, og getur samstundis lent í alvarlegum fjárhagserfiðleikum þegar veikindaréttur hefur klárast og engin laun berast frá atvinnurekanda. Á morgun verða sjúkradagpeningar greiddir frá Eflingu til um það bil 190 félaga, upp á samtals 70 milljónir. “

Sólveig segist vonast til þess að nú takist loks að fá vinnufrið hjá Eflingu svo hægt sé að einbeita sér að því er máli skiptir, að halda áfram að breyta Eflingu í öflugustu samtök verka- og láglaunafólks á Íslandi.

Hún segir atburðarás síðustu mánaða, vikna og daga hafa verið undarlega.

„Svo vægt sé tekið til orða. En mín afdráttarlausa afstaða er þó sú að við sem trúum á leikreglur lýðræðisins eigum einfaldlega að fagna tækifærunum til þess að berjast fyrir því sem við trúum á, til þess að sannfæra fólk með málefnalegum hætti um að stefna okkur sé þess virði að hún sé studd og henni fylgt.“

Félagsfundurinn á miðvikudaginn hafi falið í sér það að Sólveig Anna og félagar hennar af Baráttulistanum hafi afdráttarlaust umboð til að stýra Eflingu.

„Átökin hafa verið hörð og erfið, en þau eru þess virði.“

Sólveig beinir svo athyglinni að verkalýðsbaráttunni í sannkallaðri eldræðu til félagsmanna, en hana má lesa í færslu hennar hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Svarthöfði: Þórðargleði

Svarthöfði: Þórðargleði
Eyjan
Í gær

Kosningar: Ekki bara útlendingar sem taka þátt í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi

Kosningar: Ekki bara útlendingar sem taka þátt í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Marta er ítrekað spurð „Hefur þú ekkert að gera?” – Raunin er önnur

Marta er ítrekað spurð „Hefur þú ekkert að gera?” – Raunin er önnur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni