Framsóknarflokkurinn mælist með 12,4% fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn með 19,4% og hefur fylgi flokksins ekki mælst lægra í könnunum Prósents allt kjörtímabilið. Fylgi Samfylkingarinnar mælist 23,3% sem er aðeins minna en í síðustu kosningum. Flokkurinn myndi tapa einum borgarfulltrúa ef þetta verður niðurstaða kosninganna. Viðreisn tapar einnig einum borgarfulltrúa en Píratar bæta við sig tveimur. Meirihlutinn myndi því halda velli ef niðurstöður kosninganna verða í samræmi við niðurstöður könnunarinnar.
Um 30% aðspurðra sögðust vilja sjá Dag B. Eggertsson áfram sem borgarstjóra. 19% nefndu Hildi Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins, og 13% nefndu Einar Þorsteinsson oddvita Framsóknarflokksins.
Nánar er hægt að lesa um niðurstöður könnunarinnar í Fréttablaðinu í dag.