Flokkur fólksins mun funda um stöðu þingmannsins Tómasar A Tómassonar og taka ákvörðun um hvernig brugðist verður við fréttum dagsins, en Tómas birti í dag skjáskot frá samfélagsmiðlum af samskiptum hans við ónefndan einstakling. Þar greinir Tómas frá því að hann hafi í Tælandi stundað kynlíf með ungri konu og fengið þjónustu frá nuddkonu.
Morgunblaðið greinir frá því að Flokkur fólksins ætli að funda um stöðu þingmannsins, en í fréttinni er rætt við Guðmund Inga Kristinsson, þingflokksformann. Tómas neitaði í samtali við Vísi í dag að hann sé í umræddum skilaboðum að játa á sig vændiskaup.
„Þetta er því miður sorglegt mál og skeði áður en hann kom inn í flokkinn. Þetta er síðan 2014 en eins og ég segi þá er hann fullorðinn einstaklingur og ber auðvitað ábygð á sjálfum sér,“ sagði Guðmundur.
Guðmundur segir ekki tímabært að kalla eftir því að Tómas segi af sér þingmennsku, þetta þurfi að ræða.
Sjá einnig: Tommi þvertekur fyrir vændiskaup