fbpx
Föstudagur 10.janúar 2025
Eyjan

Kemur Jóni Ásgeiri til varna eftir „illmæli og órökstuddar dylgjur“ Ásthildar Lóu – „Jón Ásgeir hlaut eng­an dóm eft­ir ís­lenska efna­hags­hrunið“

Eyjan
Fimmtudaginn 28. apríl 2022 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, ritaði í gær grein sem birtist hjá Morgunblaðinu þar sem hún fór ófögrum orðum um athafnamanninn Jón Ásgeir Jóhannesson.
Eins og margir muna var Jón Ásgeir stjórnarformaður FL Group, stærsta hluthafa í bankanum Glitni fyrir efnahagshrunið 2008. Var gjarnan talað um Jón Ásgeir sem eiganda bankans. Ásthildur segir í grein sinni að Jón Ásgeir hafi stungið af úr landi með feng sinn eftir hrunið og skilið eftir „heilt þjóðfélag í sárum“ og hafi aðrir setið eftir í „illa þefjandi súpunni sem Jón og félagar hans í honum bönkunum skildu eftir.“ Hafi þúsundir heimila setið eftir með reikninginn og minnst 15 þúsund misstu heimili sín. Nú sé ljóst að Jón sé kominn heim.
„Ekki til að biðja afsökunar á misgjörðum sínum og skaðanum sem hann olli. Nei hann er kominn til að taka meira,“ skrifaði Ásthildur en hún vísaði í grein inni til þess að fjárfestingafélagið SKEL, sem keypti í lokuðu útboði hluti af ríkinu í Íslandsbanka, hafi nú selt þá hluti, en Jón Ásgeir er stjórnarformaður SKEL.

Illmæli og órökstuddar dylgjur

Einari Þór Sverrissyni, lögmanni Jóns Ásgeirs, þótti ómaklega vegið að skjólstæðingi sínum í greininni og hefur nú svarað Ásthildi, sem hann þó rangnefnir Ásdísi.
„Ásdís Lóa Þórðardótt­ir alþing­ismaður birti grein í Morg­un­blaðinu í gær þar sem hún réðst með ill­mæl­um og órök­studd­um dylgj­um og full­yrðing­um að til­tekn­um þjóðfé­lagsþegni,“ skrifar Einar.
Hann segir að ásakanir Ásthildar eigi sér enga stoð í raunveruleikanum og ætti þingmaður að vita betur en að rjúka af stað með ásakanir í garð nafngreindra einstaklinga.

„Ein­hver kynni að ætla að alþing­ismaður sem vill að bor­in sé virðing fyr­ir sér og þeirri stofn­un sem hann starfar hjá myndi reyna að kynna sér mál­in áður en svo stór­um ásök­un­um er kastað á ein­stak­ling, í þessu til­felli Jón Ásgeir Jó­hann­es­son.“

Líklega enginn fyrr né síðar sætt nákvæmari rannsókn

Einar segir að hefði Ásthildur kynnt sér málin betur ætti hún að sjá að líklega hafi enginn Íslendingur fyrr eða síðar verið jafn ítarlega rannsakaður og Jón Ásgeir.

„Hefði Ásdís gert það hefði hún auðveld­lega getað orðið sér úti um vitn­eskju um að lík­lega hef­ur ekki viðskipta­fer­ill nokk­urs Íslend­ings fyrr eða síðar sætt ná­kvæm­ari rann­sókn yf­ir­valda, og það án þess nokk­urn tím­ann fynd­ist snef­ill af glæp­um eins og þeim sem þingmaður­inn tel­ur sér sæm­andi að fleipra um í grein­inni.“

Einar segir að það rétta sé að Jón Ásgeir hafi ekki átt ráðandi hlut í Glitni banka líkt og Ásthildur haldi fram. Hann hafi ekki setið í stjórn, var ekki starfsmaður og hafði engin afskipti af rekstrinum.

„Jón Ásgeir var með óskilj­an­leg­um hætti ákærður vegna ein­hverra viðskipta bank­ans, sem áttu sér stað fyr­ir hrun, en sýknaður af þeim sak­argift­um á öll­um dóm­stig­um. Jón Ásgeir hlaut eng­an dóm eft­ir ís­lenska efna­hags­hrunið. Að þingmaður skuli leyfa sér síðan að halda því fram að hann hafi stungið af úr landi með ráns­feng og skilið 15.000 fjöl­skyld­ur eft­ir í sár­um, er ósmekk­legt og fjarri öll­um sanni.

Að lok­um mætti kannski leyfa sér að setja fram þá kröfu eða þá von að um­rædd­ur þingmaður, sem og aðrir þing­menn, reyni að setja sig bet­ur en hér var gert, inn í þau mál sem þeim hef­ur verið treyst til að fjalla um og byggja umræðuna á gögn­um og staðreynd­um – ekki inni­hald­laus­um upp­hróp­un­um – þó ekki væri nema lands­manna allra vegna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Isak og Nuno bestir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bjarni hættir sem formaður Sjálfstæðisflokksins og tekur ekki sæti á þingi

Bjarni hættir sem formaður Sjálfstæðisflokksins og tekur ekki sæti á þingi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Íbúar í áfalli og vilja fella ferlíkið – „Valdníðslan“ sérlega óprúttin í ljósi þess hverjir búa við Árskóga

Íbúar í áfalli og vilja fella ferlíkið – „Valdníðslan“ sérlega óprúttin í ljósi þess hverjir búa við Árskóga
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótauppgjör

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótauppgjör
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Stefán Einar besta valið í formannsstól Sjálfstæðisflokksins – „Ég myndi setja allan peninginn minn undir“

Segir Stefán Einar besta valið í formannsstól Sjálfstæðisflokksins – „Ég myndi setja allan peninginn minn undir“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Katrín Jak gerir upp árið – „Svo sannarlega má segja um þetta ár að það hafi markað tímamót“

Katrín Jak gerir upp árið – „Svo sannarlega má segja um þetta ár að það hafi markað tímamót“