fbpx
Föstudagur 10.janúar 2025
Eyjan

Segir foreldra í borginni hafða að fíflum – „Önnur þeirra var dregin á asnaeyrunum í tæpt ár“

Eyjan
Miðvikudaginn 27. apríl 2022 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, telur foreldra í Reykjavík hafða að fíflum af meirihluta borgarstjórnar sem hafi sett leikrit á svið til að líta betur út. Vísar hún í því samhengi til þess að móðir hafi nýlega lent í því að barni hennar var boðið pláss í leikskóla við Nauthólsvík, en mbl.is greindi frá málinu. Boðið kom í nóvember og átti barnið að hefja leikskólagöngu sína í janúar. Hins vegar kom á daginn að umræddur leikskóli er ekki til og ekki bara það heldur var leikskólinn varla hugmyndafræðilega orðinn til heldur.

Dregin á asnaeyrunum í tæpt ár

Ragnhildur Alda segir þessa frásögn ekki einsdæmi. Hún þekki til minnst tveggja mæðra sem hafi fengið sambærilegt boð. Ragnhildur fer yfir þetta í pistli sem hún birti hjá Vísi.

„Önnur þeirra var dregin á asnaeyrunum í tæpt ár þar til hún gafst upp því óbyggði leikskólinn var alltaf að fara að opna, hin fékk þó raunsærri tímasetningu en dvölin á að hefjast eftir 18 mánuði, eða tvær heilar meðgöngur.“ 

Ragnhildur Alda furðar sig á þessu vinnulagi borgarinnar þar sem þekkt sé að framkvæmdir taki iðulega lengri tíma en áformað var. Auk þess sé það þekkt vandamál að leikskólar glími við mannekluvanda.

„Maður verður því að spyrja sig hverslags mannvonska liggur að baki svona vinnubrögðum.“

Ragnhildur Alda segir að vegna þessara vinnubragða hafi foreldrar lent í því að tapa lofuðum leikskólaplássum jafnvel einni til veimur vikum fyrir fyrsta skóladag.

„Þessi vinnubrögð hjálpa foreldrum því nákvæmlega ekki neitt en koma þó vissulega upp um viðhorf meirihlutans í borgarstjórn,“ segir Ragnhildur Alda sem telur að meirihlutinn sé með þessu verklagi að breiða yfir vandann sem biðlistar á leikskóla eru orðnir með því að lofa plássum upp í ermina á sér.

„Starfsfólk er látið senda örvæntingarfullum foreldrum borgarinnar tilkynningu um leikskólapláss óháð því hvenær dvölin á að hefjast eða hvort umræddur leikskóli sé jafnvel til. Markmiðið með þessu er auðvitað að skreyta sig með því að hafa boðið öllum leikskólapláss og afbaka þannig opinberar tölur.“ 

Ragnhildur Alda segir að við upphaf kjörtímabilsins 2018 hafi verið lofað átaksframkvæmdum, en ekki sé að sjá að það hafi raungerst.

„Með smá gúgli má sjá að um tvisvar á ári yfir síðastliðin 4 ár hefur borgin boðað byggingu sömu leikskólanna, viðbygginganna og færanlegu leikskólastofanna með tilheyrandi leikskólaplássum, þó oft sé einhverju nýju hent með. Þannig er alltaf verið að tilkynna sömu áformin í þessum tilkynningum sem borgin setur á heimasíðu sína og sendir á fjölmiðla, bara undir nýrri fyrirsögn.“ 

Ragnhildur Alda furðar sig á því að borgarfulltrúar meirihlutans séu sífellt að tönglast á því að þeir stundi heiðarleg stjórnmál.

„Eru það heiðarleg stjórnmál að villa um fyrir foreldrum með því að endurvinna fréttatilkynningar? Eru það heiðarleg stjórnmál að útdeila leikskólaplássum sem eru ekki til nema á pappír til örvæntingarfullra foreldra? Nei, það er óheiðarlegt og vægast sagt hrein tækifærismennska, þar sem foreldrar eru gerðir að leiksoppum í pólitísku leikriti meirihlutans í borgarstjórn.“ 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bjarni hættir sem formaður Sjálfstæðisflokksins og tekur ekki sæti á þingi

Bjarni hættir sem formaður Sjálfstæðisflokksins og tekur ekki sæti á þingi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Íbúar í áfalli og vilja fella ferlíkið – „Valdníðslan“ sérlega óprúttin í ljósi þess hverjir búa við Árskóga

Íbúar í áfalli og vilja fella ferlíkið – „Valdníðslan“ sérlega óprúttin í ljósi þess hverjir búa við Árskóga
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótauppgjör

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótauppgjör
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Stefán Einar besta valið í formannsstól Sjálfstæðisflokksins – „Ég myndi setja allan peninginn minn undir“

Segir Stefán Einar besta valið í formannsstól Sjálfstæðisflokksins – „Ég myndi setja allan peninginn minn undir“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Katrín Jak gerir upp árið – „Svo sannarlega má segja um þetta ár að það hafi markað tímamót“

Katrín Jak gerir upp árið – „Svo sannarlega má segja um þetta ár að það hafi markað tímamót“